..::Grumpy costom::..
Í morgun þegar ég drattaðist á lappir var hafnarvörðurinn í Sandgerði búin að senda okkur þetta fína kort af innsiglingunni og höfninni svo að okkur var ekkert að vanbúnaði að renna inn.
Klukkan 09:40 var búið að binda og tollurinn komin um borð, það átti að taka þetta með trukki og dífu og var fjögurra manna gengi mætt til að skoða dolluna.
Eitthvað hafði yfirmaðurinn farið öfugt framm úr því hann var með allskyns leiðindi og óþarfa smámunasemi út af pappírum, en á endanum gafst hann upp og klareraði skipið. Ekki var hann samt af leiðindabakinu dottin og með eistökur þvergirðingshætti og afdalamennsku náði hann að tefja að löndun hæfist fram til 16:00 í dag.
Ég skrapp yfir í Garð til múttu og pabba og ákvað að eiða þessum tíma sem við stoppum þar, ég reikna með að það verði ekki búið að landa fyrr en um ellefu en þá er gert ráð fyrir að spóla yfir til Hafnarfjarðar.
Sem sagt er í heimsókn í Kríulandinu og ákvað að henda þessum línum inn.
Þetta verður að duga núna.
Bið Guð almáttugan að færa ykkur ljós og hamingju................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi