..::Silkimjúkt rennsli::..
Dollan líður áfram eftir silkimjúkum haffletinum í átt að fyrirheitnalandinu, og karlangarnir mínir bardúsa við trollviðgerðir þrif og annað sem fellur til.
Þetta er einn af þessum rólegu dögum sem rennan áfram áhyggjulítið, ekkert skip að sjá í radar og létt golan blæs í rassgatið á dollunni.
En þetta er merkisdagur!, litla systir mín á afmæli í dag, ég smellti á hana símtali í hádeginu og óskaði henni til hamingju með daginn.
Ég er algjör lúði í þessum afmælisdögum og gleymi þeim því miður oft. Kannski er þetta eitthvað í karlgenunum sem gerir þetta að verkum, þótt ég ætli nú ekki að dæma allt karlkynið sem einn og sama sauðinn.
En það er samt ákaflega leiðinlegt ef maður særir þá sem manni þykir vænst um með því að gleyma þessum áföngum í lífi þeirra.
En sem betur fer hefur tæknin brugðist við þessu gallageni og nú reynir maður að setja þetta inn í minnistöfluna í tölvunni eða bara í GSM símann :).
Ég spjallaði aðeins við félaga mína á hattinum í morgun, nú er veislan sem var á vestursvæðinu búin, og aftur tekin við höfuðverkurinn um að finna rauðu pöddurnar.
Þetta litla veiðiskot fyllti menn baráttuþrótti og trú á að veiðin væri að koma upp aftur, við verðum að vona að þetta hafi ekki verið eins dauðakippur í nýaflífaðri skepnu. Það eiga vonandi eftir að koma fleiri veiðiskot og vöxtur í þessa pöddusöfnun á hattinum, ekki myndi nú skemma ef verðið á pöddunum hækkaði eitthvað. Hvað ætli það séu orðin mörg ár síðan ég heyrið fyrst “Nú er botninum náð í rækjuverðum!”? átta eða tíu ár en samt heldur þetta enn áfram að lækka og engin merki sem benda til þess að það sé neitt á uppleið, þetta er sorgleg staðreynd.
Fleira er ekki í fréttum af okkur í dag.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur.
Dollan líður áfram eftir silkimjúkum haffletinum í átt að fyrirheitnalandinu, og karlangarnir mínir bardúsa við trollviðgerðir þrif og annað sem fellur til.
Þetta er einn af þessum rólegu dögum sem rennan áfram áhyggjulítið, ekkert skip að sjá í radar og létt golan blæs í rassgatið á dollunni.
En þetta er merkisdagur!, litla systir mín á afmæli í dag, ég smellti á hana símtali í hádeginu og óskaði henni til hamingju með daginn.
Ég er algjör lúði í þessum afmælisdögum og gleymi þeim því miður oft. Kannski er þetta eitthvað í karlgenunum sem gerir þetta að verkum, þótt ég ætli nú ekki að dæma allt karlkynið sem einn og sama sauðinn.
En það er samt ákaflega leiðinlegt ef maður særir þá sem manni þykir vænst um með því að gleyma þessum áföngum í lífi þeirra.
En sem betur fer hefur tæknin brugðist við þessu gallageni og nú reynir maður að setja þetta inn í minnistöfluna í tölvunni eða bara í GSM símann :).
Ég spjallaði aðeins við félaga mína á hattinum í morgun, nú er veislan sem var á vestursvæðinu búin, og aftur tekin við höfuðverkurinn um að finna rauðu pöddurnar.
Þetta litla veiðiskot fyllti menn baráttuþrótti og trú á að veiðin væri að koma upp aftur, við verðum að vona að þetta hafi ekki verið eins dauðakippur í nýaflífaðri skepnu. Það eiga vonandi eftir að koma fleiri veiðiskot og vöxtur í þessa pöddusöfnun á hattinum, ekki myndi nú skemma ef verðið á pöddunum hækkaði eitthvað. Hvað ætli það séu orðin mörg ár síðan ég heyrið fyrst “Nú er botninum náð í rækjuverðum!”? átta eða tíu ár en samt heldur þetta enn áfram að lækka og engin merki sem benda til þess að það sé neitt á uppleið, þetta er sorgleg staðreynd.
Fleira er ekki í fréttum af okkur í dag.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur.
Ummæli