..::Vertíðarlok::..
Eftir löndun í Sandgerði sigldum við dollunni yfir til Hafnarfjarðar þar sem hún var bundin utan á Arnarborgu, var því lokið klukkan 03 aðfaranótt föstudags.
Þar sem að veiði og verð á þessum rækjupöddum hafa eingöngu legið niður á við undanfarin ár þá var ákveðið að hætta þessu basli í bili, hvað sem svo síðar verður.
Ég var komin á lappir klukkan átta á föstudagsmorgun og náði í bíl til Magga sem hann ætlaði að lána mér meðan ég stoppaði í bænum.
Við Jón skruppum svo á fund hjá SÍF þar sem ákveðið var að við færum um borð í Otto seinnipartinn í næstu viku, ég fer einn túr í afleysingu en Jón verður líklega lengur, það verður sem sagt stutt stoppið hjá okkur núna því að við fljúgum líklega út til Kanada næsta miðvikudag. En það verður að taka eitt þrep í einu :).
Megnið af Lettunum flugu svo heim á föstudagsmorgun frelsinu og fríinu fegnir, en ég pakkaði saman dótinu mínu í sjópokann og yfirgaf dolluna.
Það voru blendnar tilfinningar þegar maður var að pakka saman, en þetta er víst allt fyrirfram ákveðið og maður verður bara að spila með og reina að taka þessu öllu með jákvæðu hugarfari, kannski leiðir þetta mann í eitthvað betra hver veit.
Ég eyddi svo deginum í Reykjavík því að þar var allt flug fullt og ekkert laust fyrr en 21:15, skrapp aðeins í te til Kidda frænda, hann er búin að fá tvo túra á Borginni, svo að segja má að við séum ekki atvinnulausir þótt framhaldið sé óljóst hjá okkur öllum.
Eftir heimsóknina hjá Kidda rúllaði ég út að Gróttuvita og fékk mér göngutúr í fjörunni til að eyða tímanum meðan ég beið eftir fluginu, það fiskaðist betur í fjörulullinu hjá mér en á pödduveiðunum á Dollunni, afraksturinn var fimm golfkúlur :):).
Eftir fjörulullið brunaði ég út á völl og fór vélin með mig í loftið stundvíslega klukkan 21:15 :). Guðný og Einar biðu á vellinum fyrir norðan og við brunuðum svo beina leið heim.
Læt þetta duga núna.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi