..::Jurtagarðurinn :)::..
Eyddi morgninum að bera pallaolíu í tréverk jurtagarðsins(sandkassinn sem breyttist í kartöflugarð)og tréverkið utan um blómabeðin.
Skrapp svo niður á Trésmíðaverkstæði og fékk þá til að saga fyrir mig gluggaáfellu sem svo fékk hlutverk hillu í eldhúsglugganum :), bara nokkuð gott að mínu mati og enn betra að mati frúarinnar :):) en hún var búin að suða um þetta þó nokkurn tíma, en ég var seinþreyttur í verkið og frúin sjálfsagt búin að gefa þetta upp á bátinn :).
Þegar ég var búin að koma hillunni upp fór ég aftur að huga að jurtagarðinum, þar var eitthvert kattarkvikindi búin að gera stykkin sín, fínu radísurnar sem ég setti niður reindust maðkaðar :(, mig sem var farið að hlakka svo til að borða þessar radísur, því í huganum á ég svo góðar minningar um radísurnar sem ég stal frá Valdísi sem krakki, en kannski smakkast stolnar radísur betur! :).
Hvað um það ég plokkaði þessi möðkuðu radísuræfla upp úr jurtagarðinum og renndi þeim beinustu leið í tunnuna, svo gyrti ég yfir jurtagarðinn með 80mm neti, svo að fjórfættu áburðardreifararnir eigi ekki eins gott með að koma frá sér áburðinum :(.
Á eftir varð svo að vökva þessi fáu jarðeplagrös sem í garðinum eru, því þau voru farin að gulna af vatnsskorti. Það er búin að vera þvílíkt brakandi blíðan hérna undanfarið að jörðin er skraufþurr, víða er gras og annar gróður farin að líða fyrir vatnsskortinn.
Ég ætla samt ekki að fara að biðja um rigningu, þetta er fínt eins og það er bara að vera duglegur að vökva.
Hjördís er búin að liggja veik heima í gær og dag en sem betur fer hefur engin annar fjölskyldumeðlimur tekið sóttina.
Um helgina er ættarmót austur á Sandhaugum i Barðárdal en þá verður heilsan að vera í lagi :), vonandi sleppum við þessi pest svo að ættarmótið fjúki ekki út í buskann hjá okkur. En nú verð ég að hætta þessu bulli svo að eldamennskan fari ekki öll í vitleysu, ótrúlegt en satt þá var treyst fyrir henni :):) svo maður verður að standa sig í stykkinu.
Fjórfættur áburðardreifari úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri....
Guð geimi ykkur....................................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi