..::Þorramatur framtíðarinnar::..
Það er búið að rigna á okkur í allan dag, ekkert úrhelli en rigning samt og rigningarspá næstu daga sem er ögn fúlt að mínu mati :( ég þoli ekki rigningu og finnst hún ekki góð :(. En hvað getur maður svo sem gert við rigningu? Ekkert annað en að hanga inni og vafra um óravíddir netsins í tölvunni, drekka kaffi borða og láta sér líða vel meðan rigningin lemur þakið með taktföstu dripi drop dripi drop dripi drop :).
Einar Már lét sig hafa það og þrusaði út í rigninguna á golfæfingu, en í bílnum á heimleiðinni kvartaði hann sáran við Ninnu yfir matarræðinu heima, “það er búin að vera ÞORRAMATUR í fleiri daga!” ég hló þegar ég heyrði þetta enda hefur reykt folaldakjöt ekki flokkast undir þorramat í mínum orðabókum hingað til, og svo var folaldakjötið bara í gær en ekki í fleiri daga, daginn áður var steiktur fiskur í raspi sem ég flokka enn síður undir þorramat ;);), en ungdómurinn leggur allt aðra skoðun á þetta en við gamla fólkið :). Ég hlakka til þorrablóta framtíðarinnar.
Annars er ekkert að frétta og eða segja.
AMEN!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi