..::Helgarsportið::..

Föstudagskvöld.
Á föstudagskvöldið fórum við Guðný með Ragnheiði á kanó niður svarfaðardalsána, var það hin besta skemmtun, ég mæli eindregið með að fólk prufi þetta :).

Laugardagur.
Græjuðum útilegugræjurnar í bílinn og brunuðum ásamt Pétri og fjölskyldu austur í Vaglaskóg, Brynja og Bjarki voru einnig með ásamt Jóni vini Einars.
Því sem eftir var af laugardeginum var svo eitt í grillveislu og annað útilegustúss.
Veðrið var alveg frábært svo að það var ekki upp á neitt að klaga í þeim efnum.

Sunnudagur.
Sól og blíða í skóginum og morruðum við í góða veðrinu fram eftir degi, Einar fór með Jóni og hans fjölskyldu austur í Mývatn til að prufa nýja baðstaðinn þar en við tókum saman dótið og lulluðum heim á leið.

Einhvernvegin svona hljómaði helgin.
En hérna eru einhverjar myndir frá helginni.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi