..::Lítið að gerast::..
Sjómannadagurinn hjá okkur leið hjá án nokkurrra líkamlegra átaka, engin dagskrá í gangi hérna, ekki koddaslagur, ekki kappróður o.s.f.v.
Hér óskuðu menn bara hvor öðrum til hamingju með daginn í stöðinni og lengra náðu hátíðarhöldin ekki.

Annars er ekki mikið að frétta héðan, veðrið hefur verið ágætt eins og oftast hérna sunnan við mörk siðmenningar, en það hefur verið hunleiðinlegt að eiga við veiðarnar og höfum við ekki riðið feitum hesti frá þeim bardaga undanfarið.
En við lifum í vonninni og trúum því að þetta sé allt framundan.

Læt þetta duga í bili.
Bið allar allar góðar vættir að vera með ykkur öllum...........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi