..::Nouakchott road!::..
Liggjum á legunni utan við Nouakchott og löndum, það gengur svona lala.
Við byrjuðum að basla í þessu í fyrrinótt og verðum líklega að stauta við þetta fram á morgundaginn.
Í gær skruppum við Gummi á tuðrunni í land til að sækja nýtt veiðileifi og 100lítra af bensíni á bátinn, ég notaði tækifærið og spurði umboðsmanninn okkar um verðið á bensíni og Diselolíu inni í Nouakchott, þar komst að því að það er örlítið ódýrara en heima á klakanum, bensínlíterinn kostar 92.60íslkr og Disellíterinn kostar 80.45íslkr miðað við núverandi gengi.
Ferðin í land var ágæt en það hefði mátt vera örlítið betra veður, við vorum aldrei þessu vant ekki á hraðferð svo það fór ágætlega á þessu hjá okkur félögunum.
Á bakaleiðinni keyrðum við fram á dauðan smáhval, veit ekki alveg hvort þetta var Höfrungur eða Hnísa, tókum samt einn hring í kring um kvikindið og töldum líkurnar vera 60 á móti 40 að þetta væri frekar hnísa, svo var haldið var áfram.
Einn Breskur supercargo fékk að fljóta með okkur út, honum vantaði far um borð í fraktskip sem hann var að fara að vinna í og var auðsótt mál að fá að fljóta með okkur, Bretinn var frá Hull og er búin að vera lengi í þessu brasi, hann sagði okkur að hann hefði farið og fengið sér bjór kvöldinu áður en þar sem allt áfengi er bannað í landinu verður að fara einhverjar krókaleiðir eftir því, leiðir sem hann þekkti af margra ára reynslu. Það er dýrara að drekka bjór í Máritaníu en á Íslandi, Bretinn sagðist hafa borgað 50usd fyrir 4 x 33cl bjórdósir, það gerir tæpar 950íslkr fyrir dósina, já ég held að það verði engin róni á stætum Nouakchott miðað við þetta verðlag ;).
Við skiluðum Bretanum af okkur í fraktskipið og burruðum svo yfir að Síriusi.

Kvöldinu eyddi ég svo í að horfa á Planet Earth þættina sem foreldrar mínir gáfu mér í afmælisgjöf, ég er búin að klára að horfa á tvo diska og á þrjá eftir, ótrúlega skemmtilegir og fróðlegir þættir fullir af fallegum myndum úr veröldinni.

Yfirleitt byrja ég daginn á því að kíkja aðeins í tölvuna og þá verður oftast fyrir valinu vefmyndavélin heima á Dalvík, þar getur maður séð hvernig viðrar heima við og hvernig sumarið smátt og smátt tekur yfirhöndina. Alveg bráðnauðsynlegt fyrir svona flökkudýr eins og mig að geta fylgst með heimahögunum úr fjarska.
Áður kíkti ég alltaf á vefmyndavélina á Eskifirði en hún er löngu dáin og svo virðist sem að það sé hvorki áhugi né vilji til að koma henni af stað aftur, ég vona nú samt að einn góðan veðurdag vakni Eskfirðingar upp af dvalanum og komi sér upp almennilegri vél svo maður geti farið að fylgjast með uppeldishögunum aftur.

Mynd dagsins er stolin af Dalvíkurvefnum, vefmyndavélin kl 13:57 í dag.

Annað er ekki í fréttum í bili.
Bið þann sem öllu ræður eð vera okkur innan handar er aðstoðar er þörf......

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi