..::HA JÚ ÉG ER AÐ Bl.... ::..
Þetta fer að verða frekar tilviljunarkennt hvenær það aulast inn einhver blogg en svona er þetta bara, nóg annað að gera en að vera að einhverju bloggi.
Þó ætla ég að pára inn einhverju núna.
Ég lauk sem sagt við þann áfanga í sólpallinum sem ég ætlaði mér á þessu ári í síðustu viku og meiningin var að della viðarvörn í dekkið áður en ég færi á sjó en það ætlar ekki að takast vegna vætu :(.
Síðasta helgi var nokkuð viðburðarrík chill á föstudagskvöld og svo giftingarveisla á laugardagskvöld.

Sunnudagurinn var svo tekin eldsnemma og brunað yfir í Varmahlíð, þar fórum við í Rafting á sunnudagsmorgun sem var alveg frábært upplivelsi og eitthvað sem við hefðum ekki viljað missa af. Við fórum svo út á Krók á eftir og fengum okkur að borða áður en við keyrðum heim.
Það voru sem sagt ekki mikil rólegheit yfir þessari helgi hehe.
En þessi vika hefur verðið nokkuð náðug, Hjördís fór suður og erum við bara 3 í kotinu, við skelltum okkur í bíó með guttann í fyrrakvöld og Kalli frændi kom með.


Í fyrradag ákvað ég svo að láta verða af því að hjóla inn á hálendið upp úr Eyjafirðinum og koma niður í Bárðardal, þetta var hin besta ferð þrátt fyrir rigningu á Akureyri og í Bárðardal. Ég lagði af stað um eittleitið og var komin aftur heim fyrir kvöldmat, þetta tók ekki langan tíma enda lítið stoppað :).
Í dag hefur svo verið Fiskidagsveður á Dalvík, við Guðný löbbuðum upp í fjall og tíndum 2lítra af aðalbláberjum, þau eru nú samt frekar smá ennþá.
Seinnipartinn bárum við svo viðarvörn í dekkið á pallinum en það hefur ekki viðrað í þar svo lengi sem elstu menn muna.
Og það er farið að styttast hjá mér fríið, fimmtudaginn í næstu viku flýg ég suður og svo til London þar sem gist verður eina nótt áður en haldið verður til St.Johns.
Læt þetta duga í bili :):):).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi