..::Hvar á ég að byrja::..
Ætli maður verði ekki að reyna að koma frá sér einhverjum línum, en ég hef verið haldin þrálátri bloggleti síðan seinnipart sumars, ekki það að ég geti hælt mér af dugnaði fyrir þann tíma en þó var þó til einhver smá lífsneysti áður sem svo hvarf.
Ég átti ágætisfrí heima í sumar þótt það hafi kannski orðið öðruvísi en planað var, Guðný öklabrotnaði mjög illa nokkrum dögum áður en ég kom heim svo hún var á hækjum allt fríið. Það dæmdist á mig að reyna að sinna því sem hún hefur gert t.d elda og þessháttar.
Ekki veit ég hvernig ég kæmi út ef það yrði farið að bera þetta saman við hennar störf, en það dó engin og kvartanir voru innan viðráðanlegra marka hvað stolt mitt varðar.
Nú ég hafði ætlað mér að hjóla eitthvað í fríinu, (var með háfleygar hugmyndir um ferðalög) en það varð nú eitthvað minna um það.
Ég græjaði samt hjólið aðeins svo það er betur í stakk búið til að til að takast á við einhverjar ferðastubba í framtíðinni. Einhverjir myndu sjálfsagtkalla þetta að bæta á hjólið dóti, en mér er svo sem sama hvað það er kallað.
Ég byrjaði á að setja á það bögglabera sem í framtíðinni er hugsaður til að bera bensínbrúsa eða annan farangur í lengri ferðum.
Svo setti ég á hjólið nýjan hraðamæli Trail Teck Vapor, þessi er með snúningshraðamæli og hitamæli á vatnskassanum sem segir alltaf hitann á vélinni ásamt útihitanum, hann er ansi góður svona þegar maður fór að venjast honum, en það tók mig smá tíma að stilla mælinn og læra á helstu eiginleikana sem hann bauð upp á.
Gamli mælirinn sýndi eingöngu hraða og taldi metrana sem eknir höfðu verið, ásamt því að hann hélt utan um keyrslutímann.
Á endanum setti ég svo Scotts stýrisdempara á hjólið, en hann vonandi eftir að gera hjólið skemmtilegra, ég keyrði lítið eftir að hann kom á en líkaði vel.
Tvisvar fór ég á Siglufjörð í fríinu, einu sinni upp á Heljardalsheiði.
Svo fórum við Rúnar út á Flateyjardal rétt áður en ég fór. Einnig voru nokkrir styttri túrar sem ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um.
Ég get víst lítið hreykt mér af því sem ég gerði fyrir hús og í fríinu, þrátt fyrir háleitar hugmyndir, t.d ætlaði ég að klára sólpallinn, þ.e.a.s setja fléttuna á hann og klára.
En ég sagaði fléttuna til svo að hún er tilbúin.
Runnana náði ég að klippa og var það verk meira í líkingu við skógarhögg en runnaklippingu, á endanum hafðist þetta þó af og fór ég með tvær ofhlaðnar kerrur af afklippum út í höfða í fyrningu.
Bílaplanið hjá okkur var búið að vera á verkefnaskrá síðan elstu menn muna, en nú drifum við í að moka upp úr því, breikka það og skipta um jarðveg.
Þetta verk varð mun umfangsmeira en við höfðum ert ráð fyrir en hafðist fyrir rest, nú er planið að mestu leiti tilbúið undir næsta áfanga sem er steipirí.
Enn eru bara hugmyndir um hvernig þetta verður haft.
Í miðju fríi var mér boðið að gerast hluthafi í trillu sem ég þáði, nú er ég sem sagt einn af mörgum hluthöfum í lítilli trillu. Við félagarnir fórum nokkra skreppitúra út á víkina með sjóstöng og fiskaðist bara ágætleg.
Báturinn er úr tré og er knúin áfram af Sabb 10hestafla Dísel mótor. Fyrirhugað er að taka bátinn upp í vetur, ditta aðeins af honum og gera hann kláran fyrir næsta sumar, en annars er hann í þokkalegu standi.
Þá held ég sé að mestu búin að gera fríinu skil.
Ég var heima tæpar 6vikur og fór þá aftur á hafið bláa, nú er ég búin að vera rétt tæpar þrjár vikur um borð. Nú erum við að fiska í lögsögu Marocco og hefur það verið svona lala, við erum núna að landa á legunni fyrir utan Dakhla.
Vírus hefur það alveg dillandi gott, hann vex og dafnar sem aldrei fyrr og er hvers manns hugljúfi.
Læt þetta duga í bili.
Vona að Guð og gæfan fylgi ykkur við hvert fótmál....................
Ætli maður verði ekki að reyna að koma frá sér einhverjum línum, en ég hef verið haldin þrálátri bloggleti síðan seinnipart sumars, ekki það að ég geti hælt mér af dugnaði fyrir þann tíma en þó var þó til einhver smá lífsneysti áður sem svo hvarf.
Ég átti ágætisfrí heima í sumar þótt það hafi kannski orðið öðruvísi en planað var, Guðný öklabrotnaði mjög illa nokkrum dögum áður en ég kom heim svo hún var á hækjum allt fríið. Það dæmdist á mig að reyna að sinna því sem hún hefur gert t.d elda og þessháttar.
Ekki veit ég hvernig ég kæmi út ef það yrði farið að bera þetta saman við hennar störf, en það dó engin og kvartanir voru innan viðráðanlegra marka hvað stolt mitt varðar.
Nú ég hafði ætlað mér að hjóla eitthvað í fríinu, (var með háfleygar hugmyndir um ferðalög) en það varð nú eitthvað minna um það.
Ég græjaði samt hjólið aðeins svo það er betur í stakk búið til að til að takast á við einhverjar ferðastubba í framtíðinni. Einhverjir myndu sjálfsagtkalla þetta að bæta á hjólið dóti, en mér er svo sem sama hvað það er kallað.
Ég byrjaði á að setja á það bögglabera sem í framtíðinni er hugsaður til að bera bensínbrúsa eða annan farangur í lengri ferðum.
Svo setti ég á hjólið nýjan hraðamæli Trail Teck Vapor, þessi er með snúningshraðamæli og hitamæli á vatnskassanum sem segir alltaf hitann á vélinni ásamt útihitanum, hann er ansi góður svona þegar maður fór að venjast honum, en það tók mig smá tíma að stilla mælinn og læra á helstu eiginleikana sem hann bauð upp á.
Gamli mælirinn sýndi eingöngu hraða og taldi metrana sem eknir höfðu verið, ásamt því að hann hélt utan um keyrslutímann.
Á endanum setti ég svo Scotts stýrisdempara á hjólið, en hann vonandi eftir að gera hjólið skemmtilegra, ég keyrði lítið eftir að hann kom á en líkaði vel.
Tvisvar fór ég á Siglufjörð í fríinu, einu sinni upp á Heljardalsheiði.
Svo fórum við Rúnar út á Flateyjardal rétt áður en ég fór. Einnig voru nokkrir styttri túrar sem ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um.
Ég get víst lítið hreykt mér af því sem ég gerði fyrir hús og í fríinu, þrátt fyrir háleitar hugmyndir, t.d ætlaði ég að klára sólpallinn, þ.e.a.s setja fléttuna á hann og klára.
En ég sagaði fléttuna til svo að hún er tilbúin.
Runnana náði ég að klippa og var það verk meira í líkingu við skógarhögg en runnaklippingu, á endanum hafðist þetta þó af og fór ég með tvær ofhlaðnar kerrur af afklippum út í höfða í fyrningu.
Bílaplanið hjá okkur var búið að vera á verkefnaskrá síðan elstu menn muna, en nú drifum við í að moka upp úr því, breikka það og skipta um jarðveg.
Þetta verk varð mun umfangsmeira en við höfðum ert ráð fyrir en hafðist fyrir rest, nú er planið að mestu leiti tilbúið undir næsta áfanga sem er steipirí.
Enn eru bara hugmyndir um hvernig þetta verður haft.
Í miðju fríi var mér boðið að gerast hluthafi í trillu sem ég þáði, nú er ég sem sagt einn af mörgum hluthöfum í lítilli trillu. Við félagarnir fórum nokkra skreppitúra út á víkina með sjóstöng og fiskaðist bara ágætleg.
Báturinn er úr tré og er knúin áfram af Sabb 10hestafla Dísel mótor. Fyrirhugað er að taka bátinn upp í vetur, ditta aðeins af honum og gera hann kláran fyrir næsta sumar, en annars er hann í þokkalegu standi.
Þá held ég sé að mestu búin að gera fríinu skil.
Ég var heima tæpar 6vikur og fór þá aftur á hafið bláa, nú er ég búin að vera rétt tæpar þrjár vikur um borð. Nú erum við að fiska í lögsögu Marocco og hefur það verið svona lala, við erum núna að landa á legunni fyrir utan Dakhla.
Vírus hefur það alveg dillandi gott, hann vex og dafnar sem aldrei fyrr og er hvers manns hugljúfi.
Læt þetta duga í bili.
Vona að Guð og gæfan fylgi ykkur við hvert fótmál....................
Ummæli