..::Aldrei fór ég suður::..

Þetta fer nú að verða eins og í textanum hjá Bubba forðum “aldrei fór ég suður” en ég er enn staddur á Dalvík og ekki ennþá ljóst hvort eða hvenær ég fer suður.
Nýjasta nýtt er á morgun en það á eftir að koma ljós.

Það er búið að vera rosalega fallegt veður á Dalvík í dag, sólin hefur bakað niður en það er frekar kalt, eða 1-2°C.
Ég sparkaði hjólinu í gang í dag og fékk mér rúnt, og brunaði upp í fjall á harðfenninu.
Harðfennið var ekki alveg nógu hart og afturdekkið orðið full slitið til að gripið væri nægjanlegt, það er því ljóst að það þarf nýtt afturdekk ef meiri snjóreið er fyrirhuguð.

Hjördís er búin að vera lasin heima í dag en Einar hefur aftur á móti lítið stoppað inni, enda gaman að vera úti í góða veðrinu ;).

Meðan ég var að pikka þetta datt inn emil með flugáætluninni, samkvæmt henni fer ég í loftið klukkan 12:10 á morgun þriðjudag 30 mars.
Flogið verður með Fokker50 flugvél ;).
Hafið þið einhvertímann velt því fyrir ykkur hvernig þeir sem eingöngu tala og skilja ensku heyra þetta flugvélarnafn “Fokker=fuck-air!” ekki beint traustvekjandi ;). Og nafnið á flugmannsklefa á ensku er “cocpit” sem í beinni þýðingu yfir á íslensku yrði skaufahola ;). Förum ekki nánar út í hin ýmsu flugvélaheiti.

Mér segir svo hugur að nú leggist niður bloggið einhvern tíma, ég hef trú á að ég verði ekki með beinan aðgang að netinu á meðan á suðurferðalaginu stendur.
En ég reyni að uppfræða ykkur um gang mála ef ég kemst í tölvu.

Læt þetta nægja í bili.

Bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi