..::Gluggaveður::..

Það hefur verið frekar kalt hjá okkur í dag, svona gluggaveður á Dalvík.

Brynja og Kalli komu í morgun og sóttu Bjarka Fannar.
Eftir hádegið komu þær systur Ninna Brynja og Ingunn, bíllinn hennar Ninnu var púnteraður fyrir utan hjá okkur og fór ég með Ninnu og sótti dekk og skipti fyrir hana.

Svo kom Frau Sveinbergsdóttir í sólarkaffi, þegar hún var rétt farin kom Svanur vinur minn úr Ólafsfirði og kíkti aðeins á okkur.

Um sexleitið var svo brunað inn á Akureyri til að keyra Óla í flug, við komum aðeins við á Subway og fengum okkur aðeins í gogginn.

Vorum komin heim aftur tæplega níu.

Þetta verður ekki lengra í dag.

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur................

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi