..::Nú jæja!::..
Það er greinilegt að eitthvað hreifði það við viðkvæmum sálum vonbrygðabloggið mitt um daginn, en þetta var mín leið til að blása út og það nær ekkert lengra.
Ég á ekki von á að neinn botni nokkur tíman í þessu bloggi og það verður bara að vera svo.
En auðvitað skilur fólk misjafnlega það sem skrifað er, sumir sjá djöfulinn í hverju skrefi meðan allt er jollígúdd hjá öðrum.

Dagurinn í gær byrjaði og endaði á brauðbolluáti, milli þessara brauðbolla gerðist ýmislegt sem sumir hefðu séð í Íslensku sauðalitunum, en við erum ekki að stressa okkur yfir smámunum og reynum að sjá lífið í lit, enda ekki ástæða til neins annars.
Trollharmleikurinn gekk yfir, og á endanum var þetta ekki svo slæmt, belgur og poki sluppu en trollkjafturinn laskaðist það mikið að Gummi bókaði það í aðgerð.
Hann eyddi því sem eftir var af nóttinni til að slíta trollið af tromlunni og koma því á biðstofuna. Svo græjaði hann nýtt troll undir og var komin í koju upp úr sex í gærmorgun, langur dagur hjá Gumma í gær en það vantaði ekki mikið upp á að sólahringnum væri lokað í vinnu.

Um níuleitið ákvað svo færibandið upp á flokkarann að gera uppreisn og sagði stopp með stóru essi.
Drifbúnaðurinn fór alveg í döðlur og var múgur og margmenni að vesenast í þessu fram á miðjan dag, það þurfti að renna nýjan öxul og ýmislegt annað áður en vélaliðinu tókst að bæla uppreisnina niður.
Adam var ekki lengi í paradís, aftur var færibandauppreisn og nú á nýjum stað, en æft mótþróagengi réð niðurlögum á því vandamáli, og þá sagði pökkunarvélin hingað og ekki lengra.
Vandamálaæft vélaliðið þuklaði hana og þreifaði þangað til hún stundi af stað betri en nokkurtímann fyrr.
Í allt þetta bras fóru 6-8 klukkustundir.

Að öðru leiti var þetta ágætisdagur.
Alpha mætti á svæðið í dag en hún var að koma úr slipp uppi á Las Palmas svo nú fjölgar mörlöndunum á miðunum.

Lengra verður þetta ekki í dag.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ekki flokkast það sem vonbrigði að
,halda bolludaginn heilagann 2 x á
ári ;-)...

Vinsælar færslur af þessu bloggi