..::Sannir sjómenn!::..
Enn einn blíðviðrisdagurinn við vestur Sahara.
Það gerðist ekki margt markvert þennann daginn, annað er að við vorum að basla við þetta sama, veiðar og vinnslu.
Seinnipartinn vorum við að reina að fiska á sömu slóð og lítill Marocco línubátur, þessi grei eru oft að basla með línustubbana sína innan um togarana og því miður eru ekki mikil samskipti þarna á milli, aðallega vegna tungumálaerfiðleika.
Sjálfsagt verða karlagreiin fyrir miklu veiðarfæratjóni en það virðist ekki plaga þá mikið og eru þeir bísna kaldir að spæna þessa spotta sína út innan um togarana.
Maður reinir eftir fremsta megni að komast hjá því að lenda í þessu hjá þeim, en samt sem áður gerist það allt of oft að einhver hluti af línunni þvælist í veiðarfærin hjá okkur.
Þetta eru sannir sjómenn sagði Litháenski stýrimaðurinn minn með stolti í dag þegar við toguðum fram hjá þessum litla bát, sjálfsagt er nokkuð til í því hjá honum.
Það er örugglega ekkert spennandi að hokra á svona pung, sjálfsagt hvorki klósett né nothæft baðvatn í þessum skóhornum..............
En þeir virtust kátir með sitt hlutskipti og veifuðu okkur glaðlega þegar við runnum hjá.
Að öðru leiti leið þessi dagur þjáningalítið miðnætta á milli.
Vona svo að þið hafið verið þæg og góð, það er aldrei of seint að byrja á því........þið eruð kannski löngu byrjuð? ;)
Enn einn blíðviðrisdagurinn við vestur Sahara.
Það gerðist ekki margt markvert þennann daginn, annað er að við vorum að basla við þetta sama, veiðar og vinnslu.
Seinnipartinn vorum við að reina að fiska á sömu slóð og lítill Marocco línubátur, þessi grei eru oft að basla með línustubbana sína innan um togarana og því miður eru ekki mikil samskipti þarna á milli, aðallega vegna tungumálaerfiðleika.
Sjálfsagt verða karlagreiin fyrir miklu veiðarfæratjóni en það virðist ekki plaga þá mikið og eru þeir bísna kaldir að spæna þessa spotta sína út innan um togarana.
Maður reinir eftir fremsta megni að komast hjá því að lenda í þessu hjá þeim, en samt sem áður gerist það allt of oft að einhver hluti af línunni þvælist í veiðarfærin hjá okkur.
Þetta eru sannir sjómenn sagði Litháenski stýrimaðurinn minn með stolti í dag þegar við toguðum fram hjá þessum litla bát, sjálfsagt er nokkuð til í því hjá honum.
Það er örugglega ekkert spennandi að hokra á svona pung, sjálfsagt hvorki klósett né nothæft baðvatn í þessum skóhornum..............
En þeir virtust kátir með sitt hlutskipti og veifuðu okkur glaðlega þegar við runnum hjá.
Að öðru leiti leið þessi dagur þjáningalítið miðnætta á milli.
Vona svo að þið hafið verið þæg og góð, það er aldrei of seint að byrja á því........þið eruð kannski löngu byrjuð? ;)
Ummæli