..::Þar fauk fegrunarblundurinn::..
Síðastliðna nótt þegar ég var búin að troða blogginu mínu á veraldarvefinn þá datt í mig að kíkja á gömul blogg, fyrir valinu varð gamalt blogg síðan ég reið um hafflötinn á Erlunni sælla minninga.
Ég hafði ansi gaman af því að rifja þetta upp og sjá hvað ég hafði verið að bardúsa, en þegar ég fer að lesa þetta þá kemst ég smátt og smátt betur að því að getan til að koma frá sér skrifuðu máli hefur nánast horfið, svona eins og kynkvöt sem yfirgefur gamlan graðhest ;) þá er ég smátt og smátt að verða skriftgeldur.

En þá að máli málanna, deginum í dag.
Gummi ræsti mig fyrir allar aldir og þá var kappinn að koma úr ræktinni, ég var búin að byðja hann að ræsa mig og ekki sveik hann mig á því.
Ég tussaðist á fætur og fór upp í brú, þar var allt í góðum gír svo maður lagaði sér bara aumingjavatn(te) og spjallaði við strákana.
Dagurinn leið á verulegra kvala og fyrr en varði var komið kvöld og farið að styttast í vaktinni, við hífðum rétt fyrir miðnætti svo ég skilaði dótinu af mér kláru í skotstöðu.
Sergei tók við og ég snautaði niður í miðnæturmáltíðina nýbakaðar brauðbollur og pasta, þegar því var lokið þá settist ég aðeins við tölvuna og byrjaði á þessu bulli.
Það voru ekki komnar margar línur þegar stýrimaðurinn var mættur í gættina hjá mér með kveðju sem mig langaði ekki að heyra, “Problem with trawl” shit happens og ég stökk upp til að kíkja á þetta, greinilegt var að eitthvað hafði slitnað í trollinu, myndin á Simrad trollsonarnum laug engu um það, er aldrei friður??.
Þegar hlerarnir mættu var allt samansúrrað á stb hleranum, bakstroffur dauðaleggur og allur pakkinn. Eftir smá ransóknarferð aftur á hlera rölti ég upp til Gumma og ræsti hann, nú var ég sem sagt búin að endurgjalda honum ræsinguna í morgun.
Svo skottaðist ég út, þá vorum drengirnir að byrja að hífa draslið inn, keðja í annan neðrigrandarann hafði slitnað og það er ekki gott, nú er bara spurning um hvort trollið er ekki flett niður í poka.
Þetta var nú eiginlega ekki það sem okkur vantaði því við vorum búnir að vera í basli með stb trollið í nokkra daga og nýbúnir að slá þessu öllu undir og dillandi sáttir við allt draslið, þá kemur þetta upp :(.
En þetta er bara svona, það sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis, það er ekki spurning hvort heldur hvenær ;).

Klukkan 02 erum við að brasa þessu sundurslitnu inn, á sama tíma sefur flest venjulegt fólk á sínu græna, en ég er farin út að skoða þetta betur.

Bið stjórnarformanninn í himnaríki að líta til með okkur öllum, hvort sem við sofum eða vökum skiptir engu ....................................

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Eins og gefur að skilja er allt vitlaust út af nýrri biblíu þýðingu.
T.d í faðirvorinu kemur kæri pabbi
til komi þín vínbúð .En var faðir vor
til komi þitt ríki...amen
Nafnlaus sagði…
Já það hefur lengi vantað almennilega þýðingu á þessa bók, þar sem hún væri færð ögn nær nútímanum.
Kannski að maður nennti þá að lesa hana.
Annars er merkilegt með allt skrifað mál hvað það er hægt að túlka það endalaust út og suður.
Fleiri þúsundir manna lesa sama textann og engin skilur hann eins. Merkilegt ekki satt?

Vinsælar færslur af þessu bloggi