..::Sleðaferð::..
Sólin var byrjuð að baka niður upp úr átta og við félagarnir vorum að gera okkur klára í sleðatúr, þetta er einn af þessum morgnum sem ekki blaktir hár á höfði og 100% veður í svona ferð.
Klukkan níu erum við klárir til brottfarar, Villi Hagg fararstjóri, Rúnar, Gummi og ég. Við fórum upp frá Dalvík og héldum inn dalinn og upp á Reykjaheiðina, veðrið var frábært og við stoppuðum oft, Villi lét móðan mása enda þekkir hann hverja þúfu og stein á öllu svæðinu, það sat ákaflega lítið eftir af þessu fróðleik í hausnum á mér en samt vona ég að með tíð og tíma læri ég að þekkja eitthvað af þessum fjöllum og dölum með nafni :).
Klukkan er rétt orðin hálf ellefu og við erum að njóta útsýnisins úr skarði sem að mig minnir er kallað Algleymingur, eftir dágott stopp spenntum við á okkur hjálmana og gerðum okkur klára í að fara af stað.
Gummi byrjar að trekkja sleðann sinn í gang, sleðinn hrekkur í gang, festist í fullri gjöf og æðir af stað án þess að Gummi ráði við neitt, við horfðum á eftir sleðanum á þvílíka blússinu í burt, þar lendir hann í smá hvilft og tók þetta ógurlega stökk út af skarðinu og hvarf organdi út í buskann.
Það mátti heyra saumnál detta og það átti engin von á að sjá þennan sleða í heilu lagi aftur, það gat eiginlega engin sagt neitt, svo fórum við að fikra okkur nær brúninni og reyna að sjá hvar brakið úr sleðanum væri, neðst í brekkunni sáum við húddið og svo kom sætið, eitthvað brak var á dreif um hlíðina og leit vægast sagt mjög illa út.
En það var ekkert annað að gera en að reyna að komast niður fyrir og skoða hvernig þetta liti út.
Villi vildi meina að þegar sleðinn sveif út af klettunum þá hefði Gummi átt að rífa af sér hjálminn og öskra “ÞIÐ TOPPIÐ ÞETTA EKKI” en ég held að Guðmundi hafi verið eitthvað allt annað í huga á því augnabliki, ég var í algjöru sjokki yfir að hafa horft upp á þetta, hafði ekki nógu fjörugt ímyndunarafl til að gera mér í hugarlund hvernig Gumma leið.
Þegar við komum niður fyrir klettana blasti ekki fögur sjón við, brakið úr sleðanum hafði dreifst um brekkuna, samt alveg furðanlega heillegir hlutir, bensíntankurinn, húddið, sætið, glerið og fleira smádrasl sem við fórum að tína saman, sjálfur sleðinn var á hvolfi og nokkuð heilllegur að sjá neðanfrá, skíði og stífur óskemmt og bara eitt búkkahjól hafði slitnað af legunni en splittið og legan á sínum stað. Þegar við vorum búnir að tína saman dótið var farið í að velta sleðanum við.
Ótrúlegt en satt þá var ekki mikið skemmt, svo við fórum að spá í hvort ekki væri hægt að koma græjunni í gang, en fyrst þurfti að koma bensíntanknum og sætinu á, þegar það var komið á þá leit þetta furðu heillega út, það tók okkur smástund að koma græjunni í gang, búkkahjólið fór á sinn stað, húddið á og allt klárt.
Kvikindið var farin að keyra sirka 40mín eftir að það rauk burt í fússi með orgum og látum uppi á Algleyming, hver hefði trúað því!
Okkur sýndist að þetta sólóstökk hafi verið 60-70m á lengd og 30-40m hátt, sleðinn rétt marði sig yfir klettana og það bjargaði því sem bjargað var, ef sleðinn hefði lent í klettunum þá hefði hann dreift sér meir en við hefðum ráðið við að púsla saman.
Ég tel það vera kraftaverki líkast að þetta hafi sloppið svona vel.
Þar sem að allt var farið að keyra aftur þá var okkur ekkert að vanbúnaði að klára túrinn, ekki var neinn bilbug að finna á sleðanum hjá Gumma og kláraði hann túrinn með stæl geri aðrir betur.

Mynd dagsins er tekin þegar Gummi arkar í átt að lendingarstað sleðans eftir sólóflugið mikla.
Setti nokkrar myndir inn hér

That´s all folks.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Vá maður, ég hefði viljað eiga mynd af ykkur þegar þið horfðuð á eftir sleðanum,en sem betur fer eyðilagðist hann nú ekki svo allt er gott sem endar vel.
Nafnlaus sagði…
Gu�i s� lof a� Gummi h�kk ekki me� � sle�anum!
Hl�kkum til a� koma nor�ur � snj�inn :)

Vinsælar færslur af þessu bloggi