..::Allt að gerast::..
Hvar á eiginlega að byrja?
Við keyrðum austur síðasta föstudag í bongóblíðu og sumarveðri, og vorum ekki nema rétt fjóra tíma alla leið austur á Eskifjörð. Einhvernvegin minnti mig að þetta væri miklu lengra ;).
Það var vel tekið á móti okkur og gistum við hjá Valda og Unni “þau búa í höll” það var stjanað þvílíkt við okkur í gistingu mat og drykk að okkur langaði eiginlega ekkert heim í kofann okkar aftur hehe.
Strákarnir fóru á bretti í Oddskarðið föstudag-laugardag-sunnudag og voru býsna sáttir við svæðið, en lyftuvörðurinn var eitthvað að bögga þá með einhverjum aðfinnslum hvar mætti renna sér o.s.f.v.
Á laugardaginn heimsóttum við Pétur frænda og Gunnhildi og drukkum hjá þeim kaffi og fengum nýbakað ala Karl Steinar, svo keyrðum við út á sveit og rúlluðum aðeins yfir svæðið.
Þetta hefur ekki breyst mikið, fjöllin og fjörðurinn allt á sínum stað og minni breyting á bænum en ég átti von á, aðalbreytingin þarna er Álverið og uppbyggingin á Reyðarfirði.
Við skoðuðum ekki Fáskrúðsfjarðargöngin og fórum ekki yfir á Norðfjörð, (Nofjörð) það verður að bíða næstu ferðar.
Á sunnudeginum var svo kúrsinn settur heim á leið, Valdi og Unnur voru samferða okkur upp í hérað en þau voru að fara í bústaðinn sinn í Úlfstaðaskógi, flottur bústaður í flottu umhverfi, þar var stutt stopp áður lagt var í norðurveg.

Á mánudagsmorgun náði ég svo í drifkeðjuna í sleðann og smellti henni í, létt verk og löðurmannslegt, tók kannski 20mín, svo var græjan ræst og brunað til fjalla, fékk mér smá rúnt og allt virtist virka eins og það átti að gera 6-11-14 knok knok.

Á þriðjudeginum náði ég í hjólið úr ventlastillingunni og fékk mér svo smá rúnt, ég kom aðeins við á verkstæðinu hjá Rúnari og tók hjólið hans og fékk mér smá sprett á því, það svínvirkaði eins og ég átti von á.
Einar Már og vinirnir voru að sleðast í fjallinu fram á kvöld og kom guttinn glaður til byggða.

Miðvikudagur. Umfelgun fyrir hádegi og svo útburður á Brynju og Bjarka eftir hádegi, en þau komin með íbúð og ákváðu að flytja hið snarasta. Það fór megnið af deginum í það að koma dótinu niður eftir og svo þurfti að festa upp hillur ljós myndir og fl, Ninna og Gummi voru á fullu að hjálpa og var komin langt fram á kvöld þegar þessu var lokið.

That´s all folks

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi