..::Mikið eigum við bágt :)::..

Mikið eiga flestir skipstjórnarmennirnir á hattinum bágt í dag, maður situr bara með servéttuna og þurrkar framan úr sér tárin eftir að vera búin að hlusta á allar raunarsögurnar í stöðinni. Einn ónefndur átti þó meira bágt en hinir því miðjuvindan hjá honum var biluð og hann neyddist til að draga með einu trolli og fékk bara "EKKI NEITT!" ÆÆ veslingurinn en vonandi tekst þeim að laga þetta svo að hann þurfi ekki að ganga í gegn um fleiri svona svartnættisdaga, þetta hlýtur að vara agalega vont.

En annars er ekkert, við bíðum bara eftir góðu veiðinni sem er hinum megin við hornið og þegjum þunnu hljóði, það borgar sig ekki að tjá sig neitt í stöðinni því ekki vill maður græta neinn :).

Það snjóar á okkur i dag, og það er vestankaldi sem heiðrar okkur með blæstri sínum þennan daginn.

Við erum að kippa meðan þessir stafir límast á skjáinn, og trollmeistarinn bjástrar í að splæsa nýjar línur í upphalarana. Áður var hann að bjástra eitthvað í trollinu karlinn. Það er aðdáunarvert að fylgjast með sumum þessum körlum hvað þeir endast við að kroppa í þetta dót, en þeir eru sjálfsagt ekki miklu vanir gegn um tíðina. Hann verður 62ára í mai karlinn svo það má segja að hann sé af léttasta skeiðinu, en hann gefur yngri mönnunum ekkert eftir og er þeim góð fyrirmynd. Ég vorkenni oft þessum körlum þegar verið er að taka trollið í slæmum veðrum og allt stendur á endum, maður getur trútt um talað í hlýjunni inni brúnni meðan karlarnir standa í eldlínunni og gefa hvergi eftir. Ég ætla að vona að það eigi ekki eftir að liggja fyrir mér að vera á dekkinu á togara þegar ég velt yfir sjötta tuginn.

Það hefur verið frekar fátæklegt skemmtiefnið sem okkur hefur borist upp á síðkastið, en þó hafa dottið inn einhverjar línur. Og ætla ég að leifa ykkur að njóta þeirra líka, en þær eru ekki ætlaðar undir átján, svo ef þú ert undir átján þá lokar þú þessu núna :).

En hér er einn sem mér barst fyrir nokkru, sendandi vill njóta nafnleyndar
:):

Ef maður tekur rollu, skellir afturfótum hennar ofan í stígvélin sín og ríður henni, þá er maður kallaður Nonni me, me (rolluríðari), alla ævi hvar sem maður birtist. En ef maður drepur rollu, brennir á henni andlitið, sýður andlitið í heitu vatni í nokkrar klukkustundir, hellir hvítri sósu yfir, sýgur úr henni augun og sker úr henni tunguna, nagar af henni kjálkavöðvana og étur þetta alltsaman með grænum baunum, þá er maður bara Íslendingur í svaka stuði á Þorrablóti og enginn spyr rolluna hvort henni fannst betra. Hvort hefðir þú viljað láta gera við þig ????

Og svo er hérna ein gáta ættuð að vestan:

Á nákvæmlega sama augnabliki voru tveir ungir menn staddir í sitt hvorum heimshlutanum. Annar þeirra var að ganga á mjórri línu sem strengd var milli tveggja skýjakljúfa, hinn var staddur inn á salerni þar sem hann fékk munngælur frá 95 ára gamalli, tannlausri konu. Það sem sameinaði þá var að einmitt á þessu augnabliki voru þeir að hugsa nákvæmlega það sama. Hvað voru mennirnir að hugsa??????

(Svarið er neðar á blaðsíðunni...bannað að kíkja alveg strax...það verður aðeins að reyna!!)















Svar:
"Ekki líta niður!"



Og þá er þessu lokið í dag, vona að þið eigið góða helgi.

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur við hvað eina sem þið eruð að bjástra þessa dagana. Og munið eftir ljósu punktunum, þeir eru allt í kring um okkur það þarf bara að opna augun og líta í kring um sig :).


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi