..::Allur vindur úr mér::..

Jæja þar fór einn dagurinn enn og ekki var hann vindlaus, aftur á móti er allur vindur að verða úr mér :). Við Kiddi fórum yfir antikið frá A-Ö í gær ef vera skyldi að einhverstaðar leyndist eitthvað sem orsakað gæti aflaleysi okkar. Ekki urðum við margs vísir þó voru tvö lófastór göt á belgnum milli skilju og poka og náttúrulega mörg minni göt, það var kíttað í þau og druslan skoðuð enn betur. Aðeins var stytt í fótreipinu og svo datt mér í hug að líta aðeins á pottlokin sem, þar kom i ljós að lásinn sem tengir togvír við hlerana var að skrúfast úr brakketinu svo hann þurfti að herða og sjóða fastan. Það er nokkuð ljóst að maður verður alltaf að vera á ferðinni sjálfur til að fylgjast með að þetta sé í lagi, annars fer þetta smátt og smátt í döðlur. Venjulega hefur Kiddi séð um að allt væri í góðu lagi, en hann getur ekki klónað sig og því síður skipt sér. Þennan túrinn tekur vélgæslan sinn toll af dýrmætum tíma hans frá dekkinu. Einhvernvegin ætlar þetta nú að sósast í gegn hjá okkur frændunum, og ekkert annað í stöðunni en að bæta við einni tönn hvor, er ekki alltaf eitthvað inni? :).

Það fór lítið fyrir svefni í nótt enda virðist forritið í dósinni hafa ruglast eitthvað, hún hélt að hún ætti að sigla á síðunum en gat engan veginn ákveðið hvorri síðunni hún ætti að sigla á. Svo var fast og slitin fiskilína og smá rifið, en ekkert við því að gera "shit happens!".

Um miðjan daginn var svo garmurinn slitinn upp úr úfnu hafinu, innihélt pokaendinn á druslunni einhverjar rækjur, nú var aftur slitin fiskilína og flettur vængur "Shit happens again!". Það var ekkert í stöðunni annað en að galla sig á dekk og rúska þetta saman. Ég notaði tækifærið spáði aðeins í druslunni og hélt tilrauninni áfram og stytti enn meira í fótreipinu enda grunar mig að fótreipið hafi tognað meira en holt er miðað við fiskilínulengdina. Það versta við svona tilraunir er að það er eitthvað lítið af rækju á þeim bletti sem við höfum verið á og svo vantar tilfinnanlega afl til að geta dregið þetta af einhverju viti í þessum eilífu brælum. En okkar tími mun koma! Það verðum við að vona!.

Og nú nenni ég ekki að pikka meira í dag, köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri................................................

Bið Guð að geima ykkur fyrir mig.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi