..::Vindblásna hundaþúfa::..

Það er fátt að segja af þessari vindblásnu hundaþúfu þennan daginn, ekki var ég sáttur við rækjuna eða árangurinn hjá okkur í gær svo við renndum okkur vestur yfir toppinn á þúfunni í nótt. Það átti að grípa rækjuna glóðvolga þegar henni rigndi niður í logninu, en ekki eru allar ferðir til fjár. Hvorki var logn né rækjuregn hjá okkur í dag og ég get ekki séð annað en þetta sé sama helv.... hörmungin allstaðar sem gripið er niður. Við vorum eitthvað að bera saman bækur okkar í morgun ég og Siggi Friðriks, karlinn dæsir og segir "það er bara eins og það geti ekki verið logn!". Þar er ég karlinum sammála en einhverra hluta vegna virðist veður aldrei geta verið til friðs.

Núna er litla systir mín flogin til Spánar þar sem hún ætlar að stunda skóla fram að næsta hausti, nú bíður maður spenntur eftir því að heyra hvernig henni gengur að eiga við spanjólana. Þeir verða sjálfsagt einmanna núna Gunni og Svali. En þetta er sjálfsagt ekkert öðruvísi en það sem flestar sjómannskonur og börn þurfa að búa við, og þá þykir ekki þörf að minnast á það :(.

Litla systir mín sendi mér eina ansi góða sögu um daginn, svo fékk ég hana aftur frá öðrum svo sennilega eru allir búnir að sjá hana, engu að síður ætla ég að demba henni hérna ef það gæti liðkað skemmtilegurnar á
einhverjum:

Mánuður fram yfir
Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur konan á móti honum með því að hlaupa upp um háls honum og segja; Ástin ég er kominn einn mánuð fram yfir. Ég er viss um að nú er ég ófrísk, heimilislæknirinn okkar sagði að hann gæti ekki fullvissað mig um fyrr en hann fengi niðurstöðu úr rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þess þangað til.
Að morgni næsta dags kom maður frá Orkuveitunni til þess að loka fyrir rafmagnið, þar sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning. Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom til dyra sagði hann; "Þú ert kominn mánuð fram yfir". "Hvernig í ósköpunum veist þú það?" Spurði unga frúin. "Nú það er allt svona skráð kyrfilega í tölvukerfi Orkuveitunnar" var svarið. "Heyrðu þetta sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa samband við ykkur á morgun" sagði unga frúin og skellti hurðinni.
Þegar eiginmaðurinn kom heim fékk hann að heyra allt um persónunjósnir Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á fund Alfreðs Þorsteinssonar morguninn eftir. "Heyrðu Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött. Hvað eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur, þið eruð með það í skrám ykkar að við séum kominn mánuð fram yfir, hvern andskotann að kemur ykkur það við?". "Slakaðu nú á þetta er ekkert mál, borgaðu okkur bara og þá tökum við þetta úr skránni okkar."svaraði Alfreð. "Borga ykkur ert ekki í lagi, nú ef ég hafna því hvað þá?" "Nú þá klippum við bara á og tökum þig úr sambandi." "Og hvað á þá konan mín þá að gera?" "Nú hún verður þá bara að nota kerti." Svaraði Alfreð.

Búið í dag :).................................

Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi