..::Og þar fauk janúar út í buskann::..
Náðum að lemja trolldrusluna út seinnipartinn í gær en árangurinn var vægast sagt herfilegur og samtímis komst ég að því að möguleikarnir okkar til að fiska þegar stóru skipin setja tvö trollin út eru enn minni en ég hélt áður. Við áttum ekki séns á að draga á eftir þeim upp í goluna, þetta flaksaði bara aftan í dósinni eins og þvottur á snúru meðan hinir drógu burt út í buskann með sín tvö troll í rassgatinu sælir og glaðir. Já það er ekki tekið út með sældinni að reina að ná árangri á dósinni þessa dagana, en við höldum áfram að reina og gefumst ekki upp.
Um ellefuleitið í morgun lagaðist aðeins veðrið og við notuðum tækifærið til að ferja á milli dótið hans Óla vinnslustjóra á Onticu en matarbrettin var ekkert vit í að reina við. Ég held nú að flestir á bleyðunni hafi verið gáttataðir á að hægt hafi verið að koma þó þessu á milli í þessu veðri, en það má fara ansi langt á bjartsýninni. Svo sigldi Ontica af stað til Íslands en við reinum að koma kostinum um borð í næsta Reyktal pramma ef einhvertímann með vorinu.
Og talandi um veður þá tók ég kort í dag og ef framtíðarkortin ganga eftir þá gæti orðið gott veður á miðvikudag fimmtudag "ég hlakka svo til" að ég get varla beðið. Eftir flutningspartíið til Onticu, fóru allir englarnir mínir að reima fiskilínuna á trolldruslunni nær hopparanum og svo lengdum við grandarana í von um að þessar aðgerðir gætu orðið til þess að einhverjar rækjur villtust frekar inn í trollið. Ef þetta virkar ekki verð ég bara að segja eins og læknirinn "aðgerðin heppnaðist mjög vel, en sjúklingurinn dó!".
Druslan var svo varla komin í botninn þegar það byrjaði að blása og fljótlega var veðrið orðið svipað og í gær, en nú verður þetta dregið og dregið og ekki hífað aftur fyrr en í kvöld í fyrsta lagi, kannski ekki fyrr en á morgun :). Og enn bætir í veðrið og togspilin veina og orga eins og stungnir grísir á hverri kviku þegar dragstrengirnir spólast út, en það mjatlast alltaf inn aftur svo það gæti verið verra. Verst er að blessuð rækjupaddan er ekkert hrifin af þessum látum, hún syndir upp í sjó og bíður betra tíðarfars.
Nú vantar mig orðið tilfinnanlega fleiri hendur til að geta sinnt ritstörfunum, tvær til fjórar til að halda sér og restina á lyklaborðið, en þar sem þetta er ekki boði þá slútta ég þessu í dag .
Bið Guð að geima ykkur fyrir mig.
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Náðum að lemja trolldrusluna út seinnipartinn í gær en árangurinn var vægast sagt herfilegur og samtímis komst ég að því að möguleikarnir okkar til að fiska þegar stóru skipin setja tvö trollin út eru enn minni en ég hélt áður. Við áttum ekki séns á að draga á eftir þeim upp í goluna, þetta flaksaði bara aftan í dósinni eins og þvottur á snúru meðan hinir drógu burt út í buskann með sín tvö troll í rassgatinu sælir og glaðir. Já það er ekki tekið út með sældinni að reina að ná árangri á dósinni þessa dagana, en við höldum áfram að reina og gefumst ekki upp.
Um ellefuleitið í morgun lagaðist aðeins veðrið og við notuðum tækifærið til að ferja á milli dótið hans Óla vinnslustjóra á Onticu en matarbrettin var ekkert vit í að reina við. Ég held nú að flestir á bleyðunni hafi verið gáttataðir á að hægt hafi verið að koma þó þessu á milli í þessu veðri, en það má fara ansi langt á bjartsýninni. Svo sigldi Ontica af stað til Íslands en við reinum að koma kostinum um borð í næsta Reyktal pramma ef einhvertímann með vorinu.
Og talandi um veður þá tók ég kort í dag og ef framtíðarkortin ganga eftir þá gæti orðið gott veður á miðvikudag fimmtudag "ég hlakka svo til" að ég get varla beðið. Eftir flutningspartíið til Onticu, fóru allir englarnir mínir að reima fiskilínuna á trolldruslunni nær hopparanum og svo lengdum við grandarana í von um að þessar aðgerðir gætu orðið til þess að einhverjar rækjur villtust frekar inn í trollið. Ef þetta virkar ekki verð ég bara að segja eins og læknirinn "aðgerðin heppnaðist mjög vel, en sjúklingurinn dó!".
Druslan var svo varla komin í botninn þegar það byrjaði að blása og fljótlega var veðrið orðið svipað og í gær, en nú verður þetta dregið og dregið og ekki hífað aftur fyrr en í kvöld í fyrsta lagi, kannski ekki fyrr en á morgun :). Og enn bætir í veðrið og togspilin veina og orga eins og stungnir grísir á hverri kviku þegar dragstrengirnir spólast út, en það mjatlast alltaf inn aftur svo það gæti verið verra. Verst er að blessuð rækjupaddan er ekkert hrifin af þessum látum, hún syndir upp í sjó og bíður betra tíðarfars.
Nú vantar mig orðið tilfinnanlega fleiri hendur til að geta sinnt ritstörfunum, tvær til fjórar til að halda sér og restina á lyklaborðið, en þar sem þetta er ekki boði þá slútta ég þessu í dag .
Bið Guð að geima ykkur fyrir mig.
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Ummæli