..::Kalt bað::..
Ætli við byrjum ekki á gærkvöldinu :). Anton kemur í dyragættina og kallar "er ekki hægt að hífa? það er sprungið eitthvað rör niðri í vél!". Druslan var hysjuð upp og höfuðmótorinn stoppaður, veðrið var aldrei þessu vant að ganga niður svo það fór ekki illa á þessu á flatrekinu og tölti ég niður að kanna aðstæður. Í mótorhúsinu voru Anton og Kristvin að brasa við einhverja pípu á vélinni og var gasolíu subbið út um allt svo gólfin voru eins og skautasvell og erfitt að fóta sig. Þá byrjuðu þessi bölvuðu læti, bakborðshlerinn hafði lekið niður og ólmaðist aftan á dollunni eins og belja sem verið er að sleppa út eftir vetursetu. Ég hljóp upp að kanna aðstæður og leist ekki vel á það sem ég sá, það var ljóst að þetta endaði ekki með öðru en þessi þriggja tonna stálhamar lemdi allt í spað. Og spilkerfið óvirkt meðan höfuðmótorinn var úti Shit!!! En það varð að reina rafmagnsspildæluna, ég hljóp niður og startaði henni spýttist svo upp og reyndi að hífa, en það virkaði ekki á rétta togvindu, ég varð að gefast upp og hlaupa niður og snúa einum krana á spilkerfinu hlaupa svo upp og reina, maður var komin með blóðbragð í kjaftinn af öllum þessum hlaupum. En jú nú var eitthvað að gerast en hrikalega var þetta kraftlaust, alveg úti að skíta. Það tók langa mæðu að juða hleranum þennan eina og hálfa meter upp í gálgann og á tímabili hélt ég að það hefðist ekki, en með þrjóskunni er víst allt hægt :). Jæja hlerinn var komin á sinn stað og skyldi ég við dótið á vægri hífingu svo sagan endurtæki sig ekki, bremsuna verður að athuga seinna. Ég fór svo niður og fékk skýrslu hjá æðstráðandi Yfirvélgæslustrumpi, "sprungið rör sem oft var búið að skítmixa áður, en væri líklega hægt að silfurkveikja í sprunguna" ekki slæmt en tæki einhvern tíma. Ég ákvað að reina að nota dauða tíman og skella mér í sturtu og fór upp í klefann minn, þar mætti mér ófögur sjón. Allur hreini þvotturinn minn búin að velkjast á gólfinu, drykkjarkanna í maski og allt á rúi og stúi eftir velting dagsins. Það var ekkert annað að gera en að byrja á því að tína fatadruslurnar upp dusta það mesta af þeim og þrífa upp glerbrotin. Og nú var hægt að fara að hugsa um sturtuna, ég tíndi af mér spjarirnar og tróð mér inn í sturtuklefann og skrúfaði frá, spruss spruss spruss og einhver drullubrúnn vökvi frussaðist út úr sturtuhausnum yfir mig og varð ég samstundis eins og negri. En viti menn svo fór vatnið að verða eins og vatn á að vera, þetta var ekkert til að gera veður út af svo maður sápaði sig hátt og lágt meðan ilvolg hundsmigan úr sturtuhausnum sprændi yfir mig. En Adam var ekki lengi í paradís og áður en ég náði að skola af mér sápulöðrið var allur hiti horfin úr vatninu. Það þurfti að taka helvíti vel á til að ná að halda sér undir ísvatnsbununni meðan síðustu sápuleifarnar voru skolaðar burt, en hafðist á endanum :). Á þessu tímapunkti var ekki annað hægt en að brosa, þetta vitleysa var komið yfir allt sem hægt væri að svekkja sig á :). Eftir kakóísbaðið fór ég að hitta Yfirvélgæslustrumpinn og var viðgerðin langt komin. Fljótlega rumdi svo höfuðmótorinn í gang og skutum við trollinu enn og aftur i ördeyðuna, það er víst það eina sem hægt er að gera er að draga og draga og draga.
Í dag voru spekingarnir að ræða ástandið á bleyðunni og ekki allir hressir með veiðina, en þegar farið var að fletta upp í gömlum skræðum var þetta bara eðlilegt ástand á þessum tíma árs, yfirleitt hefur veiðin ekki farið að glæðast fyrr en í endaðan febrúar segir sagan. Ef undan er talið eitt ár og það var árið í fyrra, og þá var það bara stimplað sem svo að svona yrði það til frambúðar, en því miður virðist þetta vera að komast í sama gamla farið aftur.
Aðalveðurspáhundar bleyðunnar spá brælu í kvöld eftir að vera búnir að rýna í kortasúpuna sem kortamaskínurnar ældu úr sér í dag, og þeir svartsýnustu vilja meina að nú standi bræluskíturinn þrjá daga :(. Og við sauðirnir á dollunni vorum að vonast til að það væri að koma gott tímabil en sú von var rifin úr höndunum á okkur og henni feykt út í buskann með svartsýnisrausinu.
Þetta verða lokaorðin í dag.
Bið Guð að geima ykkur fyrir mig.
Horfið eftir ljósu punktunum og þá verður þetta ekki svo galið.
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Ætli við byrjum ekki á gærkvöldinu :). Anton kemur í dyragættina og kallar "er ekki hægt að hífa? það er sprungið eitthvað rör niðri í vél!". Druslan var hysjuð upp og höfuðmótorinn stoppaður, veðrið var aldrei þessu vant að ganga niður svo það fór ekki illa á þessu á flatrekinu og tölti ég niður að kanna aðstæður. Í mótorhúsinu voru Anton og Kristvin að brasa við einhverja pípu á vélinni og var gasolíu subbið út um allt svo gólfin voru eins og skautasvell og erfitt að fóta sig. Þá byrjuðu þessi bölvuðu læti, bakborðshlerinn hafði lekið niður og ólmaðist aftan á dollunni eins og belja sem verið er að sleppa út eftir vetursetu. Ég hljóp upp að kanna aðstæður og leist ekki vel á það sem ég sá, það var ljóst að þetta endaði ekki með öðru en þessi þriggja tonna stálhamar lemdi allt í spað. Og spilkerfið óvirkt meðan höfuðmótorinn var úti Shit!!! En það varð að reina rafmagnsspildæluna, ég hljóp niður og startaði henni spýttist svo upp og reyndi að hífa, en það virkaði ekki á rétta togvindu, ég varð að gefast upp og hlaupa niður og snúa einum krana á spilkerfinu hlaupa svo upp og reina, maður var komin með blóðbragð í kjaftinn af öllum þessum hlaupum. En jú nú var eitthvað að gerast en hrikalega var þetta kraftlaust, alveg úti að skíta. Það tók langa mæðu að juða hleranum þennan eina og hálfa meter upp í gálgann og á tímabili hélt ég að það hefðist ekki, en með þrjóskunni er víst allt hægt :). Jæja hlerinn var komin á sinn stað og skyldi ég við dótið á vægri hífingu svo sagan endurtæki sig ekki, bremsuna verður að athuga seinna. Ég fór svo niður og fékk skýrslu hjá æðstráðandi Yfirvélgæslustrumpi, "sprungið rör sem oft var búið að skítmixa áður, en væri líklega hægt að silfurkveikja í sprunguna" ekki slæmt en tæki einhvern tíma. Ég ákvað að reina að nota dauða tíman og skella mér í sturtu og fór upp í klefann minn, þar mætti mér ófögur sjón. Allur hreini þvotturinn minn búin að velkjast á gólfinu, drykkjarkanna í maski og allt á rúi og stúi eftir velting dagsins. Það var ekkert annað að gera en að byrja á því að tína fatadruslurnar upp dusta það mesta af þeim og þrífa upp glerbrotin. Og nú var hægt að fara að hugsa um sturtuna, ég tíndi af mér spjarirnar og tróð mér inn í sturtuklefann og skrúfaði frá, spruss spruss spruss og einhver drullubrúnn vökvi frussaðist út úr sturtuhausnum yfir mig og varð ég samstundis eins og negri. En viti menn svo fór vatnið að verða eins og vatn á að vera, þetta var ekkert til að gera veður út af svo maður sápaði sig hátt og lágt meðan ilvolg hundsmigan úr sturtuhausnum sprændi yfir mig. En Adam var ekki lengi í paradís og áður en ég náði að skola af mér sápulöðrið var allur hiti horfin úr vatninu. Það þurfti að taka helvíti vel á til að ná að halda sér undir ísvatnsbununni meðan síðustu sápuleifarnar voru skolaðar burt, en hafðist á endanum :). Á þessu tímapunkti var ekki annað hægt en að brosa, þetta vitleysa var komið yfir allt sem hægt væri að svekkja sig á :). Eftir kakóísbaðið fór ég að hitta Yfirvélgæslustrumpinn og var viðgerðin langt komin. Fljótlega rumdi svo höfuðmótorinn í gang og skutum við trollinu enn og aftur i ördeyðuna, það er víst það eina sem hægt er að gera er að draga og draga og draga.
Í dag voru spekingarnir að ræða ástandið á bleyðunni og ekki allir hressir með veiðina, en þegar farið var að fletta upp í gömlum skræðum var þetta bara eðlilegt ástand á þessum tíma árs, yfirleitt hefur veiðin ekki farið að glæðast fyrr en í endaðan febrúar segir sagan. Ef undan er talið eitt ár og það var árið í fyrra, og þá var það bara stimplað sem svo að svona yrði það til frambúðar, en því miður virðist þetta vera að komast í sama gamla farið aftur.
Aðalveðurspáhundar bleyðunnar spá brælu í kvöld eftir að vera búnir að rýna í kortasúpuna sem kortamaskínurnar ældu úr sér í dag, og þeir svartsýnustu vilja meina að nú standi bræluskíturinn þrjá daga :(. Og við sauðirnir á dollunni vorum að vonast til að það væri að koma gott tímabil en sú von var rifin úr höndunum á okkur og henni feykt út í buskann með svartsýnisrausinu.
Þetta verða lokaorðin í dag.
Bið Guð að geima ykkur fyrir mig.
Horfið eftir ljósu punktunum og þá verður þetta ekki svo galið.
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Ummæli