..::Óþarfa áhyggjur af hraðanum::..
Ég var farin að hafa áhyggjur af því að ferðahraðinn myndi minka all verulega þegar Dollan færi að toga okkur, hún er jú mun aflminni en Eyborgin.
En það er oft þegar maður er búin að gera sér upp einhverjar hugmyndir um hitt eða þetta að þá stenst það ekki, þegar dollan var komin á fullan skrið þá fórum við 1.5 til 2 sjómílum hraðar yfir en aftan í Eyborginni.
Ég grunað þá Eyborgar menn um græsku frá upphafi en átti ekki von á að þeir hefðu verið svona grófir, sjálfsagt hafa þeir fengið borgað eftir tíma og ákveðið að vera eins lengi að dútla við þetta og þeir framast gátu, ansans bófarnir.
Já lífið er sífellt að koma manni á óvart og ekki alltaf hægt að treista þeim sem maður hélt að hægt væri að treista, t.d voru pjakkarnir á Eyborg búnir að segja að þeir væru að keyra fulla ferð, svo rekur maður sig á að það var langur vegur frá sannleikanum :(.
Dollan olli mér ekki vonbrigðum, og stemmir þessi ferðahraði mjög við þann hraða sem við náðum að draga Arnarborgu á í land í mai í fyrra.
Þetta er það helsta sem af okkur er að frétta þennan daginn.
Óska ykkur alls hins besta.........og vona að þið verðið þæg og góð áfram.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi