Mánudagur 14 júní 2004

..::329sml í Garðskaga::..
Klukkan 19:30 vorum við staddir á 59°52N 30°13W 329sml suðvestur úr Garðskaga, enn eru eftir 101sml að 200sml landhelgislínunni. Við erum aðeins farnir að heyra urgið í úthafskarfaskipunum á vhf 67 en ekki til að greina neitt um fiskirí.
Það hefur verið suðvestan golukaldi á okkur í dag, 9°C hiti, þungskýjað og ekkert sést til sólar. En ferðin sækist þokkalega aftan í dollunni og vonandi verðum við komnir heim fyrir sautjánda júní :). Karlangarnir voru eitthvað að basla við að þrífa innanskips í dag, en þetta er frekar andlaust ferðalag og fátt við að vera.
That´s it for to day.
Vonast til að þið hafið öll átt góða helgi og góðan dag.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi