Þjóðhátíðardagurinn 17Júní

Afmæli ömmu Dóru og Júlla.
Mamma og Pabbi sóttu mig niður í Otto og við brunuðum beint í vitatorgið til að heilsa upp á afmælisbarnið, Amma var úti í sólinni með Ragnheiði frænku en fljótlega fór frænkan og við skruppum aðeins upp með afmælisbarninu.
Eftir frekar stutt afmælisstopp hjá ömmu keyrðum við yfir í Kópavog til Telmu og Júlla, þar var annað afmælisbarn og nóg að borða hjá stóru systir.
Ég átti svo flug norður klukkan 13:45 svo stoppið hjá Telmu var stutt í annan endann.
Guðný og Hjördís náðu í mig á völlinn og brunuðum við beina leið heim.

Hvað nú gerist í mínum atvinnumálum er óljóst, það má segja að ég svífi í lausu lofti þar sem framtíðin er ansi óljós.

Ég veit ekki hvað verður úr þessu bloggi mínu núna, ég er mikið að velta því fyrir mér að hætta eða taka mér frí um óákveðin tíma, mér finnst athyglin sem þetta blogg fær full mikil. En hver veit svo sem hvað verður og “engin veit fyrr en allt í einu!” eins og karlinn orðaði það um árið.

Bið allar góðar vættir að fylgja ÞÉR! og þínum.

Læt þetta nægja í bili.

Miðvikudagurinn 16 Júní

..::Komin í land::..
Um þrjú leitið 16.06 skriðum við fyrir Garðskagann á leið til Hafnarfjarðar, þegar við nálguðumst höfnina slepptum við Dolluni og dráttarbáturinn Hamar tók við og kom okkur upp að bryggju, búið að binda klukkan 18:00..

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi