..::Komin um borð::..
Jæja þá er maður komin um borð aftur og það var ekki átakalaust að rífa sig af stað núna, búið að vera þessi líka bongóblíðan fyrir norðan og sumarið að skella á með öllum sínum þunga, morguninn áður en ég fór náði ég að slá lóðina í fyrsta skiptið í sumar. En það þarf fleira að gera en gott þykir.
Ég keyrði suður aðfaranótt 27mai og var komin í bæinn um níuleitið um morguninn, það var sól og blíða heima á Dalvík þegar ég lagði af stað en svo smá dró af blíðviðrinu, sólin hvarf í Öxnadalnum og svo smá versnaði þetta, þegar ég var komin í Borgarnes var komin rigning og vindsperra.
Um þrjú svifum við af stað frá Keflavík til Lanzarode, þar var farið á hótel og gist um nóttina, við náðum samt að vera það snemma að hægt var að fá sér að éta almennilega áður en skriðið var í koju. Um morguninn var svo flogið áfram með leiguvél til Máritaníu með millilendingu í Marocco.
Við lentum í Nouakchott rétt eftir hádegi og fórum þaðan í Ölphu sem ferjaði okkur út, klukkan var orðin tíu þegar við komum um borð og var ekki hægt að segja annað en að það hafi verið gott að skríða í kojuna um kvöldið.
Nú er hægt og hljótt að koma sér inn í rútínuna “sofa éta vinna!”.

Það var rosalegt að heyra af jarðskjálftunum heima í gær, og eftir myndum sem ég hef séð á netinu þá má segja að það hafi verið lukka að ekki varð manntjón í þessum hamförum.

Ég vona svo að heilladísirnar dreifi hamingju og gleði ryki yfir okkur öll, munið að vera þæg og góð og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera :)..

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi