..::Kóngulóarmaðurinn::..
Það var bræla á okkur í nótt og skriðu menn á veggjum, maður þyrfti að vera eins og kóngulóarmaðurinn til að geta borið sig þokkalega um þegar dósin fær æðisköstin. Við þær aðstæður duga engan vegin þeir útlimir sem manni voru úthlutaðir og þyrfti ef vel ætti að vera nokkrar hendur og fætur til viðbótar ;).

Veiðin er afspyrnuléleg í dag en veðrið er að skána og það er ekki svo galið veðurkortið fyrir morgundaginn.

Þetta verður að duga í dag.

Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur og fylla á hjörtu ykkar með hamingju hlýju og kærleika :).

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi