23.jan 2004
..::Bóndagur er það víst!::..
Það er víst bóndadagur svo vel er við hæfi að óska öllum karlmönnum til hamingju með daginn. Ekki hefði ég haft hugmynd um bóndadaginn ef mín ektakvinna hefði ekki óskað mér til hamingju með daginn í rafpósti, og í staðin fyrir blóm fékk fréttir af baggalút sem redduðu deginum og nýttust mér betur en blóm :). Annars var varla hægt að redda þessum degi og óttalega er nú innkoman rýr hjá bústjóranum á Erlu þennan blíðviðrisdaginn, já þetta er rétt lesið það er blíða á hattinum í dag. Ég ákvað að njóta dagsins og eiðileggja hann ekki með hífoppi fyrr en seinnipartinn, svo ég dró lengi lengi og fékk svo öngulinn á kaf í rassgatið ,). Ekki það að við séum ekki á miðunum fjarri því, við erum búnir að vera að hringla með stóru skipunum í dag og sannarlega hringlaði í trollpokanum þegar hífað var.
En maður verður bara að sætta sig við þetta og taka þessu að æðruleysi, þetta var bara það sem búast mátti við af þeim búnaði sem beitt var. Líklega hefði engum dottið í hug að reina að bera saman reiðhjól með bögglabera og sendibifreið, þótt báðar græjurnar geti flutt böggla. Ég veit innst inni að ég get fiskað svipað á sólarhring og þessi skip gera, eina sem ég þarf í það eru sextíu tímar í sólarhring, meira fer ég nú ekki fram á :).
Og ekki eru þær uppörvandi nýjustu fréttirnar sem hrukku inn um póstlúguna, fallandi rækjuverð og hækkandi olíuverð. Það ætlar ekki af þessari vitleysu að ganga og ekki laust við að það séu farnar að læðast að manni ljótar hugsanir, t.d fannst mér allt í lagi að þessi kjúklingaflensa geisaði í Asíu og hugsaði með mér, þeir fara þá kannski að éta meira af rækju. En auðvitað átti ég ekki að hugsa svona, en það er í fullu gildi gamla orðtiltækið "Eins dauði er annars brauð!" og vissulega myndi það hjálpa þessum útgerðum ef rækjuverðið hækkaði, svo ég tali nú ekki um ef olíufjandinn lækkaði í stað þess að hækka stöðugt. Annars hafa þessar kaldsjávarrækjuveiðar ekki allt að segja því mig minnir að þær séu bara tuttugu prósent af heimsrækjuframleiðslunni, hitt er allt eldisrækja. Líklega er eina vonin til þess að verð á kaldsjávarrækju stígi ef upp kæmi einhver rækjuflensa í eldinu.
Og nú er næsta plága yfirvogandi "Norðmennirnir" en það er víst öll útrýmingarhersveitin í startholunum til að klára það sem þeir byrjuðu á í fyrra, við megum fara að vænta fyrstu skipanna hvað úr hverju. Já það er erfitt að vera í bjartsýniskasti þennan bóndadaginn, en það kemur dagur eftir þennan dag og ég hef enga trú á öðru en að sólin haldi áfram að koma upp, svo hvaða helv....... væl er þetta, brosa brosa það er víst það eina sem gildir og svo vonar maður að heimurinn brosi til baka ;).
Læt þessa ræðu duga í dag.
Bið fyrir ykkur öllum!. Og munið að vera þæg og góð við hvor annað, hugsið fallega og hjálpið þurfalingunum. Þeir eru víða þessir þurfalingar og ekki alltaf sem við tökum eftir þeim, opnið því augum og lítið í kring um ykkur.
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
..::Bóndagur er það víst!::..
Það er víst bóndadagur svo vel er við hæfi að óska öllum karlmönnum til hamingju með daginn. Ekki hefði ég haft hugmynd um bóndadaginn ef mín ektakvinna hefði ekki óskað mér til hamingju með daginn í rafpósti, og í staðin fyrir blóm fékk fréttir af baggalút sem redduðu deginum og nýttust mér betur en blóm :). Annars var varla hægt að redda þessum degi og óttalega er nú innkoman rýr hjá bústjóranum á Erlu þennan blíðviðrisdaginn, já þetta er rétt lesið það er blíða á hattinum í dag. Ég ákvað að njóta dagsins og eiðileggja hann ekki með hífoppi fyrr en seinnipartinn, svo ég dró lengi lengi og fékk svo öngulinn á kaf í rassgatið ,). Ekki það að við séum ekki á miðunum fjarri því, við erum búnir að vera að hringla með stóru skipunum í dag og sannarlega hringlaði í trollpokanum þegar hífað var.
En maður verður bara að sætta sig við þetta og taka þessu að æðruleysi, þetta var bara það sem búast mátti við af þeim búnaði sem beitt var. Líklega hefði engum dottið í hug að reina að bera saman reiðhjól með bögglabera og sendibifreið, þótt báðar græjurnar geti flutt böggla. Ég veit innst inni að ég get fiskað svipað á sólarhring og þessi skip gera, eina sem ég þarf í það eru sextíu tímar í sólarhring, meira fer ég nú ekki fram á :).
Og ekki eru þær uppörvandi nýjustu fréttirnar sem hrukku inn um póstlúguna, fallandi rækjuverð og hækkandi olíuverð. Það ætlar ekki af þessari vitleysu að ganga og ekki laust við að það séu farnar að læðast að manni ljótar hugsanir, t.d fannst mér allt í lagi að þessi kjúklingaflensa geisaði í Asíu og hugsaði með mér, þeir fara þá kannski að éta meira af rækju. En auðvitað átti ég ekki að hugsa svona, en það er í fullu gildi gamla orðtiltækið "Eins dauði er annars brauð!" og vissulega myndi það hjálpa þessum útgerðum ef rækjuverðið hækkaði, svo ég tali nú ekki um ef olíufjandinn lækkaði í stað þess að hækka stöðugt. Annars hafa þessar kaldsjávarrækjuveiðar ekki allt að segja því mig minnir að þær séu bara tuttugu prósent af heimsrækjuframleiðslunni, hitt er allt eldisrækja. Líklega er eina vonin til þess að verð á kaldsjávarrækju stígi ef upp kæmi einhver rækjuflensa í eldinu.
Og nú er næsta plága yfirvogandi "Norðmennirnir" en það er víst öll útrýmingarhersveitin í startholunum til að klára það sem þeir byrjuðu á í fyrra, við megum fara að vænta fyrstu skipanna hvað úr hverju. Já það er erfitt að vera í bjartsýniskasti þennan bóndadaginn, en það kemur dagur eftir þennan dag og ég hef enga trú á öðru en að sólin haldi áfram að koma upp, svo hvaða helv....... væl er þetta, brosa brosa það er víst það eina sem gildir og svo vonar maður að heimurinn brosi til baka ;).
Læt þessa ræðu duga í dag.
Bið fyrir ykkur öllum!. Og munið að vera þæg og góð við hvor annað, hugsið fallega og hjálpið þurfalingunum. Þeir eru víða þessir þurfalingar og ekki alltaf sem við tökum eftir þeim, opnið því augum og lítið í kring um ykkur.
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Ummæli