..::Sjúkrasaga GráMávsins::..
Í gærkvöldi þegar ég átti leið um efradekkið utan við brúna rakst ég á Grámáv sem bar sig illa og var greinilega mikið slasaður, við nánari skoðun kom í ljós að greyið var illa fótbrotin. Ekki gat ég fengið af mér að lóga fuglsgreyinu og þaðan af síður að láta þetta afskiptalaust. Ég náði mér í hanska og fangaði greyið og fór með hann inn í brú. Þeir félagar og frændur Anton og Valgarður voru að reina að aðstoða mig en voru frekar hræddir við að fuglinn biti þá svo goggurinn var teipaður aftur til öryggis. Svo var sjúklingurinn lagður á bakið á kortaborðið og farið að kíkja á áverkann. Aðstoðarmaður númer eitt hélt við fuglinn og ég skoðaði fótbrotið eftir kúnstarinnar reglum, þetta var ljótt opið brot og sá ég enga leið til að bjarga fætinum :(. Eftir dálitla umhugsun þá ákvað ég að aflimun væri það eina sem hægt væri að gera í stöðunni, þegar þessi ákvörðun lá fyrir varð aðstoðarmaður númer eitt gráfölur í framan og krafðist tafarlausrar lausn frá starfinu, sagðist ekki treysta sér í þetta. Nú voru góð ráð dýr því ekki var aðgerðin framkvæmanleg á aðstoðarmanns, það tókst þó að greiða úr flækjunni með því með því að fá aðstoðarmann tvö til að leysa af á skurðstofunni, aðstoðarmaður tvö var löglega forfallaður af huglægum orsökum og engir eftirmálar af uppsögn hans. Sjúklingurinn var þægur og góður og virtist una hag sínum bærilega, og var að mér fannst tilfinningalítill í brotinu þótt hreift væri við því. Meðan kaldsveittur aðstoðarmaður númer tvö hélt við fuglinn náði ég mér í þann tækjabúnað sem aðgerðin krafðist, og bjó mig undir að aflimina. Það var fljótlegt að aflima, en slagæð sem ekki hafði verið gert ráð fyrir vandaði aðgerðina og bunaði nú blóðið í púlsandi bunum út umslagæðina á stúfnum sem eftir var. Við þessar nýju aðstæður vildi aðstoðarmaður tvö aflífa sjúklinginn! En aðstoðarmaður tvö hafði engan atkvæðisrétt og var þessari skítlegu ábendingu vísað á bug, aflífun er engin lausn og var því aldrei inni í mínum huga. Ég dreif í að stöðva blæðinguna með því að hnýta utan um fótinn ofan við aflimun, það gekk mjög vel að stöðva blæðinguna og var ég nokkuð sáttur við aðgerðina þegar upp var staðið. Fuglsgreyið virtist rólegur og var farið með hann út í netabinginn þar sem hann hvíldi sig í nótt, í morgun var honum sleppt og flaug hann burt frelsinu fegin og fætinum léttari. Við verðum svo bara að vona að Grámávurinn okkar plummi sig einfættur og kveljist ekki mikið meðan sárið grær.
Í dag er golukaldi á okkur vesalingunum og veiðin það er best að minnast bara ekki á þann part sögunnar.
Þetta verða lokorð dagsins.
Bið Guð almáttugan að vera með ykkur í öllu því sem þið takið ykkur fyrir hendur. Verið bjartsýn og brosandi og gangið í allt sem þið gerið með opnum huga, þá verður allt miklu léttara.
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Í gærkvöldi þegar ég átti leið um efradekkið utan við brúna rakst ég á Grámáv sem bar sig illa og var greinilega mikið slasaður, við nánari skoðun kom í ljós að greyið var illa fótbrotin. Ekki gat ég fengið af mér að lóga fuglsgreyinu og þaðan af síður að láta þetta afskiptalaust. Ég náði mér í hanska og fangaði greyið og fór með hann inn í brú. Þeir félagar og frændur Anton og Valgarður voru að reina að aðstoða mig en voru frekar hræddir við að fuglinn biti þá svo goggurinn var teipaður aftur til öryggis. Svo var sjúklingurinn lagður á bakið á kortaborðið og farið að kíkja á áverkann. Aðstoðarmaður númer eitt hélt við fuglinn og ég skoðaði fótbrotið eftir kúnstarinnar reglum, þetta var ljótt opið brot og sá ég enga leið til að bjarga fætinum :(. Eftir dálitla umhugsun þá ákvað ég að aflimun væri það eina sem hægt væri að gera í stöðunni, þegar þessi ákvörðun lá fyrir varð aðstoðarmaður númer eitt gráfölur í framan og krafðist tafarlausrar lausn frá starfinu, sagðist ekki treysta sér í þetta. Nú voru góð ráð dýr því ekki var aðgerðin framkvæmanleg á aðstoðarmanns, það tókst þó að greiða úr flækjunni með því með því að fá aðstoðarmann tvö til að leysa af á skurðstofunni, aðstoðarmaður tvö var löglega forfallaður af huglægum orsökum og engir eftirmálar af uppsögn hans. Sjúklingurinn var þægur og góður og virtist una hag sínum bærilega, og var að mér fannst tilfinningalítill í brotinu þótt hreift væri við því. Meðan kaldsveittur aðstoðarmaður númer tvö hélt við fuglinn náði ég mér í þann tækjabúnað sem aðgerðin krafðist, og bjó mig undir að aflimina. Það var fljótlegt að aflima, en slagæð sem ekki hafði verið gert ráð fyrir vandaði aðgerðina og bunaði nú blóðið í púlsandi bunum út umslagæðina á stúfnum sem eftir var. Við þessar nýju aðstæður vildi aðstoðarmaður tvö aflífa sjúklinginn! En aðstoðarmaður tvö hafði engan atkvæðisrétt og var þessari skítlegu ábendingu vísað á bug, aflífun er engin lausn og var því aldrei inni í mínum huga. Ég dreif í að stöðva blæðinguna með því að hnýta utan um fótinn ofan við aflimun, það gekk mjög vel að stöðva blæðinguna og var ég nokkuð sáttur við aðgerðina þegar upp var staðið. Fuglsgreyið virtist rólegur og var farið með hann út í netabinginn þar sem hann hvíldi sig í nótt, í morgun var honum sleppt og flaug hann burt frelsinu fegin og fætinum léttari. Við verðum svo bara að vona að Grámávurinn okkar plummi sig einfættur og kveljist ekki mikið meðan sárið grær.
Í dag er golukaldi á okkur vesalingunum og veiðin það er best að minnast bara ekki á þann part sögunnar.
Þetta verða lokorð dagsins.
Bið Guð almáttugan að vera með ykkur í öllu því sem þið takið ykkur fyrir hendur. Verið bjartsýn og brosandi og gangið í allt sem þið gerið með opnum huga, þá verður allt miklu léttara.
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Ummæli