..::Löður::..
Í dag var komið að skuldadögum í þvottaveseninu og þvottapokinn minn troðfullur svo ekki komst einn sokkur meir í hann. Úff fatagarmar í kjaftfulla þvottavél, já maður er heimilislegur í sér ;). Sjálfsagt þætti það ekki fagmannslegt að demba öllu saman óflokkuðu í vél, en þetta hefur lukkast þokkalega hjá mér í seinnitíð. Það er oft þannig með það sem byrjar illa það endar vel, og maður er smátt og smátt að ná tökum á þessu eftir nokkur strönd og smá mislitun :).

Annars er lítið að frétta héðan annað en væll og aftur væll, eftir að vera búin að hlusta á hina skipstjórana á hattinum gráta í talstöðina í allan dag þá er maður niðurbrotin maður. Það þyrfti helst áfallahjálp eftir allar sorgarfréttirnar og aflaleysið, en björtu punktarnir í þessu eru að þetta getur varla versnað ,). Nema þá helst gráturinn í stöðinni sem fer dag versnandi og ekki sérð fyrir enda á því hvar það endar ;).

Í dag er vika eftir af túrnum ;) þetta er alveg að hafast hjá okkur..............seigir............

Látum þetta duga í dag.

Gangið á Guðsvegum í Guðsfriði..........................

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi