..::Lygasögu líkast::..
Klukkan 09:30 var búið að binda dolluna við kajan eftir viðburðarríkan túr, og auðvitað var mætt hersing manna í viðgerð á ljósgjafanum.
Einnig var rafeindavirki aldarinnar búin að gera ótrúlega hluti í reimamálinu fyrir sjálfstýringuna, hann var búin að grafa upp þjónustuaðila á Nýfundnalandi og Kanada ásamt því að vera búin að redda þessum risaeðlureimum heima á Íslandi ef með þyrfti. En lífið er alltaf að koma manni meira og meira á óvart og þjónustuaðilinn á Newfie átti reimarnar líka til, hann ætlar að mæta hingað í fyrramálið og skipta um þær.
Matti og Jón voru komnir fljótlega um borð og var vélstjórinn náttúrulega komin á kaf í sót og smurolíu um leið, en við Matti tókum púlsin á þessu dóti hérna:).
Það var svo unnið við löndun og annað smálegt hér um borð í dag, það var ekki hægt að gera ráð fyrir að maður næði að klára úthaldið á einhverra vandamála en það poppaði upp ótrúlegt vandamál um miðjan dag. Vandamál sem ég átti ekki von á að sjá á mínum skipstjóraferli en það bætist sífellt í reynslubankann, það vandamál leystist fljótlega en dró dilk á eftir sér. Já þetta úthald byrjaði á veseni með Arnarborgu hérna í höfninni og endaði með veseni sem líklega má tengja Arnarborgu, en þeir félagar sem við fengum lánaða þaðan fyrir síðasta túr sýndu sínar bestu hliðar í dag löndunargenginu áhöfninni á dollunni og umboðsmanninum til mikillar armæðu. Minn þáttur í þessari leiksýningu var aðallega fólgin í því að reina að koma þessum langþjáðu einstaklingum í skilning um hvað þeir hefðu skuldbundið sig til að gera hér um borð. Fyrsti þáttur leiksýningarinnar endaði með því að ég ákvað að hafa annan þeirra ekki lengur í láni frá áður nefndri óhappakollu og verður honum skilað þangað á morgun. Mér fannst verst að þurfa að enda þetta á einhverju bulli en svona er þetta bara og það verður að taka því sem höndum ber, og fleira þar víst að gera en gott þykir.
Rafvirkjarnir sem mættu í morgun fundu það út að rafalinn á ljósmótornum var brunninn yfir og þarf að taka rafalann í land og vinda hann upp og baka, það tekur líklega 2-3daga svo að dósin er ekki á förum næstu daga.
Í kvöld er svo stefnan sett á St.Johns þar sem hótelherbergi bíður mín, þar ætla ég að leggjast í sjóðandi heitt bað og slaka á eftir allt sem á undan er gengið. Svo er stefnan að fara og troða belginn á veitingastaðnum niðri á eftir :).
Matti tekur við leikstjórastöðunni á dollunni, en ég er floginn.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur um vandrataða villustíga lífsins, það er auðvelt að villast svo að þið ættuð að nýta ykkur alla þá aðstoð sem hægt er að fá :).
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Klukkan 09:30 var búið að binda dolluna við kajan eftir viðburðarríkan túr, og auðvitað var mætt hersing manna í viðgerð á ljósgjafanum.
Einnig var rafeindavirki aldarinnar búin að gera ótrúlega hluti í reimamálinu fyrir sjálfstýringuna, hann var búin að grafa upp þjónustuaðila á Nýfundnalandi og Kanada ásamt því að vera búin að redda þessum risaeðlureimum heima á Íslandi ef með þyrfti. En lífið er alltaf að koma manni meira og meira á óvart og þjónustuaðilinn á Newfie átti reimarnar líka til, hann ætlar að mæta hingað í fyrramálið og skipta um þær.
Matti og Jón voru komnir fljótlega um borð og var vélstjórinn náttúrulega komin á kaf í sót og smurolíu um leið, en við Matti tókum púlsin á þessu dóti hérna:).
Það var svo unnið við löndun og annað smálegt hér um borð í dag, það var ekki hægt að gera ráð fyrir að maður næði að klára úthaldið á einhverra vandamála en það poppaði upp ótrúlegt vandamál um miðjan dag. Vandamál sem ég átti ekki von á að sjá á mínum skipstjóraferli en það bætist sífellt í reynslubankann, það vandamál leystist fljótlega en dró dilk á eftir sér. Já þetta úthald byrjaði á veseni með Arnarborgu hérna í höfninni og endaði með veseni sem líklega má tengja Arnarborgu, en þeir félagar sem við fengum lánaða þaðan fyrir síðasta túr sýndu sínar bestu hliðar í dag löndunargenginu áhöfninni á dollunni og umboðsmanninum til mikillar armæðu. Minn þáttur í þessari leiksýningu var aðallega fólgin í því að reina að koma þessum langþjáðu einstaklingum í skilning um hvað þeir hefðu skuldbundið sig til að gera hér um borð. Fyrsti þáttur leiksýningarinnar endaði með því að ég ákvað að hafa annan þeirra ekki lengur í láni frá áður nefndri óhappakollu og verður honum skilað þangað á morgun. Mér fannst verst að þurfa að enda þetta á einhverju bulli en svona er þetta bara og það verður að taka því sem höndum ber, og fleira þar víst að gera en gott þykir.
Rafvirkjarnir sem mættu í morgun fundu það út að rafalinn á ljósmótornum var brunninn yfir og þarf að taka rafalann í land og vinda hann upp og baka, það tekur líklega 2-3daga svo að dósin er ekki á förum næstu daga.
Í kvöld er svo stefnan sett á St.Johns þar sem hótelherbergi bíður mín, þar ætla ég að leggjast í sjóðandi heitt bað og slaka á eftir allt sem á undan er gengið. Svo er stefnan að fara og troða belginn á veitingastaðnum niðri á eftir :).
Matti tekur við leikstjórastöðunni á dollunni, en ég er floginn.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur um vandrataða villustíga lífsins, það er auðvelt að villast svo að þið ættuð að nýta ykkur alla þá aðstoð sem hægt er að fá :).
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Ummæli