..::Ferðalok::..

Halifax Boston leggurinn gekk prýðilega og var stoppið hjá okkur örstutt í Boston áður en síðasti leggurinn til Íslands var tekin.

Mér hefur þótt þjónustan hjá Flugleiðum vera ágæt hingað til, svona fyrir utan plássleysið í vélunum. En mér finnst nú fokið í flest skjól að þurfa að borga fyrir óáfenga drykki sem koma með matnum þ.e.a.s ef ekki er valið vatn, og verðlagningin er frekar skrautleg.
T.d kostar ein svalaferna 100islkr eða 1usd eða 1 evru eða 10dkr og ekkert gert með gengi, já þetta dwarf airlines fékk stóran mínus hjá mér í nótt.
Hingað til hefur maður sætt sig við að sitja allur í keng í naumt skömmtuðu sætisplássinu án þess að vera að væla mikið. Hvað um það þetta hafðist allt fyrir rest og á endanum lentum við í Keflavík .

Við Antónío tókum flugrútuna inn í Rvik og þar pikkaði Mangi mig upp.

Ég fór svo og hitti bossinn og áttum við ágætis spjall.
Ég varð margs fróðari á því, t.d komst ég að því að ansi margir gera sér leið á bloggið mitt. Einn hringdi víst og spurði bossinn hvort dollan væri öll í döðlum, hvað væri eiginlega í gangi?. Ég verð nú bara að segja að þessi dolla hefur gengið alveg ótrúlega vel miðað við veður og annað, og enn hef ég ekki heyrt um skip sem ekki bilar.
Það eru yfirleitt ekki 3-4daga inniverur hjá okkur þar sem öllu er strokið og klappað eins og hjá flestum frystitogaraútgerðum á Íslandi, nei yfirleitt er landað tekin olía og farið. Þannig hefur það gengið hjá okkur síðan í nóvember á síðasta ári, en því miður fengum við á okkur nokkur óhöpp í síðasta túr eins og gengur og gerist á flest öllum skipum......
Svona til samlíkingar þá væri hægt að segja:
Vörubíl er ekið í akkorði á 24tíma vöktum í þrjá mánuði, vegslóðinn er þakin stórgrýti og aurbleytu til skiptis og verulega þungfært. Eftir fjórða mánuði í stanslausu úthaldi þar sem bara hefur verið stoppað til að sturta taka olíu og lesta, fer viftureim það springur tvisvar og kolin í altenatornum fara.  er þá bíllinn ónýtur, eða hvað? Come on hvar er skynsemin, þetta þætti mér bara vel sloppið, og ég gleymdi alveg að minnast á að bíllinn var 29ára gamall.
Dollan hefur ekki verið í betra standi síðan við tókum við henni, en það hefur verið á brattan að sækja og ansi margt þurft að laga og endurbæta, margar gamlar syndir hafa komið í ljós sem hafa verið lagfærðar eða hreinlega sett nýtt í staðin.
Róm var ekki byggð á einum degi og svo er eins farið í því uppbyggingarstarfi sem farið hefur fram í dósinni síðastliðna tólf mánuði.
Ekki meira um það.

Þegar ég kom svo norður þá skrapp ég aðeins til Hemma sem var akkúrat að ljúka við að setja upp nýtt tveggja belgja troll fyrir dolluna, troll sem hannað var í haust og á vafalaust eftir að koma vel út.
Þetta er svo sem ekkert nýtt undir sólinni og var Pabbi t.d að draga tveggja belgja rækjutroll á Votaberginu fyrir tveim árum.
En það sem kannski er nýtt við þessa hönnun Hemma er að þetta er tveggja byrgða troll en ekki fjögurra eins og vaninn er í rækjutrollum.
Gaman verður að fylgjast með hvernig þetta kemur út.

Eftir heimsóknina til Hemma komst ég loksins af stað út á Dalvík, mikið agalega var gott að komast heim .

Látum þetta nægja í dag.

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur um villustíga lífsins.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi