Konudagurinn ;).
Óska öllum dömunum sem lesa þetta til hamingju með daginn.
Ekki verður hægt að segja að maður sé mjög rómantískur því að ég færði minni ekta kvinnu ekki blóm á konudaginn, og ekki morgunkaffi í rúmið ;) en ég fór frammúr fyrstur og hellti uppá kaffi ;) en það er varla hægt að stæla sig af því ;(. Ég verð að skammast mín og lofa mér því að standa mig betur á næsta ári ;).
Fór svo í að skófla ruslinu mínu saman í ferðakoffortið og gera mig kláran í flugið suður. Kvaddi svo allt gengið “eina ferðina enn” og Guðný keyrði mig svo inn á völl.
Ég fór svo í loftið á réttum tíma og hristumst við suður á fimmtíu mínútum, það var ekki tekin séns á að bjóða upp á kaffi í vélinni vegna flugskilyrða en þetta var samt ekki svo slæmt, og svo væri það ekki rétt að vera með kvart og kvein því að þetta var svo ódýrt flug ;).
Ég fór beint um borð með draslið þegar ég kom og tróð belginn hjá Lettnenska kokknum ;). Hringdi svo í Einar Gústa og mælti mér mót við hann í bænum, við löptum svo nokkra kaffibolla saman, hann er að fara út til Nufy á miðvikudaginn því að Andvari er að koma inn fulllestaður, hann er búin að vera hálfan mánuð á veiðum í dag svo að það er búin að vera rífandi veiði og slæmt fyrir okkur að missa af því, en við því er lítið að gera.
Ég er svo komin upp í Stangarholt í heimsókn og næ líklega að sníkja mér kvöldmat hjá ábúendum á þeim bænum.
Það er týpískt Reykjavíkurveður hérna (rok og rigning) og 7°C hiti.
Læt þessi skrif næga í dag.
Megi Guð almáttugur vaka yfir ykkur öllum stundum.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Óska öllum dömunum sem lesa þetta til hamingju með daginn.
Ekki verður hægt að segja að maður sé mjög rómantískur því að ég færði minni ekta kvinnu ekki blóm á konudaginn, og ekki morgunkaffi í rúmið ;) en ég fór frammúr fyrstur og hellti uppá kaffi ;) en það er varla hægt að stæla sig af því ;(. Ég verð að skammast mín og lofa mér því að standa mig betur á næsta ári ;).
Fór svo í að skófla ruslinu mínu saman í ferðakoffortið og gera mig kláran í flugið suður. Kvaddi svo allt gengið “eina ferðina enn” og Guðný keyrði mig svo inn á völl.
Ég fór svo í loftið á réttum tíma og hristumst við suður á fimmtíu mínútum, það var ekki tekin séns á að bjóða upp á kaffi í vélinni vegna flugskilyrða en þetta var samt ekki svo slæmt, og svo væri það ekki rétt að vera með kvart og kvein því að þetta var svo ódýrt flug ;).
Ég fór beint um borð með draslið þegar ég kom og tróð belginn hjá Lettnenska kokknum ;). Hringdi svo í Einar Gústa og mælti mér mót við hann í bænum, við löptum svo nokkra kaffibolla saman, hann er að fara út til Nufy á miðvikudaginn því að Andvari er að koma inn fulllestaður, hann er búin að vera hálfan mánuð á veiðum í dag svo að það er búin að vera rífandi veiði og slæmt fyrir okkur að missa af því, en við því er lítið að gera.
Ég er svo komin upp í Stangarholt í heimsókn og næ líklega að sníkja mér kvöldmat hjá ábúendum á þeim bænum.
Það er týpískt Reykjavíkurveður hérna (rok og rigning) og 7°C hiti.
Læt þessi skrif næga í dag.
Megi Guð almáttugur vaka yfir ykkur öllum stundum.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli