Síðastliðin nótt var fyrsta nóttin mín um borð í Erlu og fór ágætlega um mig.
Ég var komin á fætur kl hálfátta í morgun og fljótlega fór liðið að tínast til vinnu.
Var allt gengið mætt og nú verður að taka á því ef þetta á að nást saman í vikunni, það var svipur á sumum þegar ég sagði að þetta yrði að verða klárt á föstudagskvöld, ég veit ekki hvort menn telja að þetta hafi átt að verða að æfistarfi þeirra að smíða og setja upp þessa vinnslulínu, urr urr.
Hvað um það allt hefur sinn gang, radarinn fór af stað í dag og er bara nokkuð góð mynd á honum, autotrollið á eftir að fá lokaprófun og frágang en það eltir allt hvað annað og nú er verið að skipta um einhverja termoloka fyrir sjókælinn á aðalvélinni svo að það er ekki hægt að keyra vél í augnablikinu.
Það má segja að Jón vélstjóri hafi verið ljónheppin að missa ekki fingur í dag, en hann sneiddi framan af vísifingri á vinstri hönd, flibbinn var saumaður á uppi á slysó og var Jón mættur í vinnu aftur eftir hádegi. Ég spurði kallinn hvort han gæti nokkuð keyrt svona á sig komin og þá svarði hann “já en ég verð að koma á sjálfskipta bílnum á morgun” .
Það verður svo litið á þetta aftur á morgun, en vonandi kemur ekki illt í þetta því þá þarf að taka þetta af með tilheyrandi vandræðum og veseni.
Við ætluðum svo að tengja radarinn inn á MaxSea plotterinn en þá kom í ljós að þeir höfðu ekki farið með rétt mál uppi í Radíomiðun og plotterinn getur ekki tekið við arpa upplýsingum nema með við kaupum viðbótaruppfærslu í forritið á 70.000kr. Ég sagði “nei takk”.
Læt þetta duga í dag .
<°>< Hörður ><°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi