Brjálaður dagur í Erlunni.
Þetta fer að verða eins og rispuð plata með vinnslulínuna ;) en mér sýnist að þetta sé að koma núna og þetta helvíti flott á endanum.
Við fengum togvírana í dag og stefnan er sett á að spóla gamla ruslinu upp á flottromluna á morgun og spila nýja vírinn inn á spilin.
Leifi setti lokan við spilgírinn og svo kíktum við á tannhjólin í keðjukassanum fyrir vírastýrið, það var náttúrulega ekki eins og það átti að vera og var búið að strekkja keðjuna stb megin svo mikið að hún passaði ekki lengur í tannhjólið vegna slits, einnig var eitthvað skítmix á keðjunni bb megin svo að Leifi fór og keypti nýja keðju á bæði spilin sem við hendum í á morgun.
Ég skrapp upp í Fiskafurðir og náði í skattkortið mitt í morgun, þar hitti ég Sigga R og á honum gat ég ekki heyrt annað en að það breyttist lítið andrúmsloftið Far east.
Restin af köllunum kemur seint í kvöld svo að það verður hægt að byrja að jaska út úr þeim á morgun ;). Og það verða líklega ekki vandamál að finna fyrir þá verkefni.
Mér skilst að það sé búin að vera þvílíka bongó blíðan að þeir séu búnir að mála Eyborgu upp í masturstoppa í blíðunni, en hér fyrir sunnan er alltaf rok og rigning.
Mogginn sagði að Erla færi frá Reykjavík í dag, “ekki lýgur mogginn ;)”.
Inmarsat-C maskínan hökti af stað seinnipartin með hósti og pústrum og er nú ekkert að vanbúnaði að puðra skeytum í allar áttir.
Heimsóknartíminn var illa nýttur í Erlunni í dag og kom bara einn Rússi.
Ekki má ég klikka á fréttunum af sjúklingnum, en hann var náttúrulaga á kafi í smurolíu vélum og þesslags dóti í allan dag, seinnipartinn fór hann svo í endurskoðun á slysó og kom bara vel út úr því, það má taka bróderinguna úr á mánudag og læknirinn taldi allar líkur á að hann yrði samur maður þegar fram liðu stundir.
Jæja ætli ég verði ekki að hætta þessari skýrslugerð enda komið að stofugangi hjá mér.
Bið Guð allmáttugan um að líta til með ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi