..::Með krókinn í rassgatinu og tro....::..
Stundum gæti maður haldið að það hefði verið lögð á okkur álög en sennilega er þetta nú bara venjuleg óheppni sem flestir upplifa einhvertímann á þessari jarðkúlu.
Stundum gæti maður haldið að það hefði verið lögð á okkur álög en sennilega er þetta nú bara venjuleg óheppni sem flestir upplifa einhvertímann á þessari jarðkúlu.
lífið er ekki alltaf dans á rósum og enginn sagði að þetta yrði auðvelt, stundum fer ógæfuhjólið á svo mikinn snúning að maður heldur að það muni bara ekki stoppa aftur.
Einhvern vegin tókst okkur að hitta fram hjá stóru torfunni í fyrrinótt og vorum við frekar aftarlega í röðinni þann daginn sem og dagana á undan, ljósi punkturinn er kannski sá að ef maður er aftastur þá er enginn í rassgatinu á ...... ;);).
Í gærkvöldi vorum við félagarnir að snúa þegar eitthvað slitnaði í trolldruslunni og hún kýldist ofan í botninn, það var ekkert annað að gera en að hysja draslið upp og rúlla tægjunum inn, toppvængurinn hafði slitnað frá efrigrandaranum og trolldræsan og belgurinn flettist aftur undir poka, shit happens og ekkert annað að gera en sleikja sárin slá nýju trolli undir og halda áfram að reyna, þar með var vaktin mín búin og ég skammaðist í koju með skottið á milli lappanna.
Þegar ég vaknaði í morgun var svo verið að hífa, eitthvað samt athugavert við það því þeir voru nýbúnir að kasta.
Ég leit aftur á dekk sá ég að Gummi trollmaster var komin út og var að hnýta utan um einhverjar druslur sem voru að koma inn, það var bara ramminn og höfuðlínusónarinn sem kom upp í þetta skiptið, hitt var farið :(, þetta leit ekki ósvipað út og mannlýsing sem ég heyrði fyrir mörgum árum „ekkert nema kjafturinn eyrun og ramminn í kring um rassgatið!“.
Verslings stýrimaðurinn minn var að kasta trollinu sem slegið var undi seint í gærkvöldi, þetta var fyrsta hol með þessu trolli og varð líka það síðasta, hann náði ekki að klára að slaka áður en það lak í sundur, hálft trollið belgur og poki urðu eftir á botninum.
Það þíddi lítið að vera fjasa yfir þessu og ekkert annað í stöðunni en að drífa slæðuna út og reyna að slæða draslið upp. Strákarnir voru fljótir að græja slæðuna og ég fljótlega komin með krókinn í rassgatið í orðsins fyllstu merkingu.
Okkur gekk vel að slæða, vorum heppnir og settum í þetta í annarri tilraun. Gummi og hans menn voru nokkuð snöggir að spóla belg og poka inn á dekk og fljótlega gátum við kastað aftur.
Okkur gekk vel að slæða, vorum heppnir og settum í þetta í annarri tilraun. Gummi og hans menn voru nokkuð snöggir að spóla belg og poka inn á dekk og fljótlega gátum við kastað aftur.
Já það er stundum bras á þessu og það þykja ekki merkileg tíðindi þótt það fari eitt og eitt troll í þessum barning.
Fleira var það ekki núna.
Bið þann sem öllu ræður að senda okkur fullan skammt af lukku og hamingju.
Bið þann sem öllu ræður að senda okkur fullan skammt af lukku og hamingju.
Ummæli