..::Ný hitakanna::..
Það er víst ekki hægt að mótmæla því að allir áhafnarmeðlimir sem létu sig hafa það að fara út í dag urðu rykaðir, þvílíkt sandryk og drulla sem legið hefur í loftinu í gær og dag, þó var þetta verra í gær en í dag.
það hefur örrugglega verið strekkingur í eyðimörkinni í gær og fyrradag miðað við allt rykið sem berst á haf út..

Það sér ekki högg á vatni hjá veslings bátsmanninum okkar sem berst við sandhaugana eins og DonKi Kode barðist við vindmillurnar um árið sem hann missti hárið og vitið ;), þ.e.a.s Donki Kode, við vonum að Bátsmaðurinn haldi sönsum þótt það kyngi niður sandi eins og snjó í lognmollu.

Annars var dagurinn ágætur, við fengum t.d þessar fínu hraðsuðukönnur með Sjóla, en það var orðin verulegur skortur á þessháttar munaði hérna um borð, ég var búin að hösla aðra könnuna úr matsalnum en hún lifði því miður ekki fyrstu vikuna í vistinni hjá mér.
Eftir andlát hitakönnunnar nálgaðist ég heitt vatn til telögunar með hálfgerðri hundsmigu sem hægt er að ná úr kaffivélinni. Það tók svo langan tíma að renna í eina könnu að ég gleymdi oft að stoppa og þá flóði allt út um allt öllum til ama og leiðinda.
En núna er þetta vandamál leyst með tilkomu nýju hraðsuðukönnunnar, hún er líka miklu flottari en þær sem við höfum haft, t.d er hægt að stilla hana þannig að hún passar upp á að vatnið fari aldrei niður fyrir visst hitastig svo að það tekur ekki langan tíma að fá vatnið til að sjóða.
Hún er með öryggi svo að hún hitnar ekki ef ekkert vatn er í henni, þetta virðist vera algjör Rolls hvað hitakönnu varðar ;);).
Þessi stórviðburður í sögu skipsins gleður okkur Valda stýrimann því við erum saman í teklúbb :):), en starfsemi klúbbsins hefur að mestu verið lömuð síðan síðasta kanna gafst upp.

Svo færði þrifaguttinn mér nýjan bol frá Litháen, bolurinn var merktur einhverri bjórtegund þar í landi ásamt einhverri lesningu varðandi ágæti þessa eðaldrykkjar á tungumáli sem ég skil ekkert í, en bolurinn er nokkuð góður sýndist mér og grænn, “allt er vænt sem vel er grænt” stendur víst einhverstaðar.

Mynd dagsins er af nýju fínu hitakönnunni ;)......

Þetta er það helsta af mér þennan drottins daginn, vona að þið hafið það öll sem allrabest og njótið þess að vera til ;);););););)........................

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ef þú hefur sama dálæti á grænum lit og pabbi þinn þá hlytur bolurinn að falla í kramið.Mannstu grænu sokkana hans.;-)
Nafnlaus sagði…
Já ég gleimi þeim seint, en ég hef ekki hlotið þessa áráttu fyrir grænu ;).

Vinsælar færslur af þessu bloggi