..::Næstum orðlaus!!::..
Fussum svei, ég veit bara ekkert hvað ég á að bulla í dag, stend á gati eins og lappalausa konan orðaði það :):).
Í nótt lauk ég við að lesa síðustu jólabókina mína, var hún ágætis afþreying og hreint ekki svo galin af Íslenskri bók að vera ;), ekki það að Íslenskar bækur séu neitt af verra tagi en aðrar bækur.
En ég er sem sagt orðin uppiskroppa með lesefni, en það reddast nú væntanlega þar sem Gummi trollmaster var að koma um borð í gær og hann er yfirleitt fulllestaður af DVD myndum og tónlist, ekki amalegur kostur að róa með þannig manni.
Við köllum það að fara á myndbandaleiguna þegar maður fer í heimsókn í klefann til Gumma ;).

Nú að öðru leiti er svo sem ekki mikið að frétta af okkur, daglegt líf hérna um borð er að komast í réttar skorður eftir mannaskiptin en það tekur alltaf smá tíma að fá allt í gang eftir mannaskipti, einhverjir nýir koma og svo eru menn að koma úr löngu fríi og það þarf átök að rífa sig af stað eftir löng frí.
Það er erfitt að kveðja fjölskylduna og leggja upp í langa útiveru, en á móti kemur að við fáum góð frí á milli svo að þetta kemur kannski ekki svo illa út eftir allt.

Mynd dagsins er af fiðrildi sem heimsótti mig í klefann í nótt en greyið náði ekki að sjá sólina koma upp í morgun, nú svífur það um með englum Guðs.

Afmælisbarn dagsins er Valdi Allavalda, skipstjóri á Ölphu, ég óska honum til lukku með áfangann ;), og vona heitt og innilega að drengirnir hafi gert honum dagamun.

Látum þetta duga í dag.
Munum eftir þeim sem eiga bágt og minna mega sín í hringiðu lífsins, það þarf oft ekki mikið að gera til að létta undir með þeim einstaklingum.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú gefur bókunum bara smá hlé og byrjar svo aftur á þeim. Hér er búið að snjóa siðan i gær og eg heirði i utvarpinu að 14 árekstrar hefðu orðið á milli 12 og 14 i gær menn virðast ekki kunna að keira eftir aðstæðum her.kveðja frá Ernu og mér.
Nafnlaus sagði…
Hér er hörku vetur,og engin fiðrildi á flögri,nema kannski í maganum á fólki sem er farið að telja niður fyrir fríið.Erum að fara til Önnu Maríu í dag í fertugsafmælið,skal smella á hana afmæliskossi frá þér

Vinsælar færslur af þessu bloggi