..::Málfræði!!::..
Byrjaði daginn á því að taka stöðuna í brúnni en svo fór ég rölt á trolldekkið í góða veðrinu og spjallaði aðeins við mína menn, fékk líka aðeins að taka í nál.
Hefði maður ekki viljað skipta á hitanum og blíðviðrinu hérna og brælunum og frostinu heima hérna áður fyrr, kannski var bara betra að maður kynntist þessar sjómennsku ekki fyrr því það hefði ekki gert manni gott að hafa samanburðinn.
Oft var maður búin að bölva bévítans veltingnum og kuldanum þegar maður húkti krókloppin eins og girðingarlykkja yfir gauðrifnum trolldruslum, og svo ultu þessir koppar eins og tvinnakefli til að auka enn á hamingjuna ;).
En mannskepnan er einhvern vegin forrituð þannig að hún er fljót að laga sig að aðstæðum og sjálfsagt gæti maður endað aftur í frostinu og brælunum hver veit, það er erfitt að segja til um framtíðina, ég á alveg nóg með nútíðina ;).
Hádegisumræðan snérist svo um Íslenska málfræði, eignarfall, þollfall, þágufall,niðurfall og yfirfall og hvað þetta nú allt heitir, mjög lífleg og uppbyggileg umræða, á eftir var svo hlustað á fréttirnar og tekin ein skák, ég tók eina skák við Halla og tók það einvígi fljótt af, skák og mát í þrem leikjum, held að ég eigi frekar að sinna einhverju öðru en taflmennsku :).
Á morgun erum við svo á leið til Nouatibou þar sem við tökum við aðföngum úr Sjóla og í framhaldinu verða mannaskipti hjá Austfirðingunum(Rússum Eistum Litháum)
Látum þetta nægja í dag.
Guð gefi ykkur gæfu og gott gengi............
Byrjaði daginn á því að taka stöðuna í brúnni en svo fór ég rölt á trolldekkið í góða veðrinu og spjallaði aðeins við mína menn, fékk líka aðeins að taka í nál.
Hefði maður ekki viljað skipta á hitanum og blíðviðrinu hérna og brælunum og frostinu heima hérna áður fyrr, kannski var bara betra að maður kynntist þessar sjómennsku ekki fyrr því það hefði ekki gert manni gott að hafa samanburðinn.
Oft var maður búin að bölva bévítans veltingnum og kuldanum þegar maður húkti krókloppin eins og girðingarlykkja yfir gauðrifnum trolldruslum, og svo ultu þessir koppar eins og tvinnakefli til að auka enn á hamingjuna ;).
En mannskepnan er einhvern vegin forrituð þannig að hún er fljót að laga sig að aðstæðum og sjálfsagt gæti maður endað aftur í frostinu og brælunum hver veit, það er erfitt að segja til um framtíðina, ég á alveg nóg með nútíðina ;).
Hádegisumræðan snérist svo um Íslenska málfræði, eignarfall, þollfall, þágufall,niðurfall og yfirfall og hvað þetta nú allt heitir, mjög lífleg og uppbyggileg umræða, á eftir var svo hlustað á fréttirnar og tekin ein skák, ég tók eina skák við Halla og tók það einvígi fljótt af, skák og mát í þrem leikjum, held að ég eigi frekar að sinna einhverju öðru en taflmennsku :).
Á morgun erum við svo á leið til Nouatibou þar sem við tökum við aðföngum úr Sjóla og í framhaldinu verða mannaskipti hjá Austfirðingunum(Rússum Eistum Litháum)
Látum þetta nægja í dag.
Guð gefi ykkur gæfu og gott gengi............
Ummæli
Halló halló fyrst þú ert komin þetta langt þá er nú lámark kurteisinnar að kvitta fyrir komuna ;).
Hakið í other og þá getið þið sett nafn eða hvað sem þið viljið þar, ef ekki þá hakið þið í anonymous sem þíðir nafnlaus; ónafngreindur.
Fyrsta fólkið kom að skoða íbúðina í kvöld, vona að þeim hafi litist vel á.
Sængin hennar Hjördísar gistir hér í góðu yfirlæti í risinu, sést víst minna af eigandanum ;)
Hehe Hjördís er þá væntanlega ekki til mikils ama hjá ykkur, en það er flott fyrir hana að eiga tilbúið hreiður hjá ykkur.
Knús á ykkur öll
Kv Hörður