En þetta fór nú allt ágætlega og sem betur fer var þetta ekki dýpra, en það fylgja öllu svona einhverjar fórnir, nýi fíni Samsung síminn minn drukknaði og hafa ítrekaðar lífgunartilraunir ekki borið árangur, það passaði ágætlega til því ég var nýlega búin að koma símaskránni inn og ekki búin að vista það á símkortið ;(. Sennilega hefur verndarengillinn minn passað upp á að fallið niður um ísinn var ekki hátt. Látum þetta nægja í bili. Munið svo að passa ykkur á ísnum hann er stundum þynnri en maður heldur ;).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi