..::Endur-Skoðun::..
Hvað er að frétta, jú ég er búin að fara nokkrar ferðir í bæinn í vikunni og tengjast þrjár þeirra skoðun á bílnum.
En á þriðjudaginn tjöruþvoði ég bílinn og skipti svo um perurnar í númeraljósinu sem sett var út á í skoðuninni í fyrra, það átti að skipta um perur við fyrsta tækifæri. Ég var að vísu búin að reyna við þetta en helv... skrúfurnar í þessu voru svo fastar að ég sló þessu á ársfrest, en nú var ekki til setunnar boðið og varð ég að þjösna þessu í sundur og skipta um perurnar, og skrúfurnar, því þær voru ekki til stórræða eftir brottvikninguna.
Svo var brunað á glansandi drossíunni í bæinn í skoðun, það gekk bara ágætlega nema að stillingin á öðru framljósinu var eitthvað úti í skurði og dillaði ljósgeislinn í takt við hreyfingar bílsins. En skoðarinn var til í að sleppa mér með það nema eitthvað annað kæmi í ljós, og þá þurftu bremsuklossarnir endilega að vera nánast uppurnir.
Þetta kostaði endurskoðun og græna miða á skrásetningarplöturnar :(.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú verður að fá þér nýjan bíl fyrir næstu skoðun... ekki fresta því í ár ,-)
Nafnlaus sagði…
Nýjan bíl, hvaða hvaða, þessi fór í gegn án athugasemda í annari tilraun ;);)
Nafnlaus sagði…
ekki er nú verid ad bloggaof mikid svo madur fái frettir i útlondum,vid hofum thad gott ástarkvedjur m og p
Nafnlaus sagði…
já ekki haegt ad haela ther fyrir bloggid,vonum ad thid hafid thad gott,sólarkvedjur Mamma og Pabbi

Vinsælar færslur af þessu bloggi