Dagurinn í dag hefur verið án nokkurra ferðalaga, en ég fór og synti í 40min og skipti svo um bensíntank á vélhestinum sem bíður eftir frosti á skaflaskeifunum í bílskúrnum.
Í kvöld leit svo Svanur vinur minn við í heimsókn og náðum við að rifja upp nokkra gamlar góðar sögur.
Einn góður vinur okkar var að leysa af sem kokkur fyrir mörgum árum, hann hefur alltaf verið dugnaðarforkur þessi drengur og sjálfsagt hefur hann haft eitthvað annað að gera en að læra þegar stafsetningarkennslan fór fram á hans uppvaxtarárum.
Það var oft athyglisvert það litla sem hann skrifaði, í þessu umrædda tilfelli hafði hann verið að skrifa kostlistann og á honum stóð “einn hriggur”, það var náttúrulega strax sett út á þetta og einhver spurði ekki ætlarðu að láta þetta fara svona frá þér? Minn maður leit á listann, greip svo blýantinn og strokaði út eitt g, nú stóð “einn hrigur” og allir ánægðir :).

Áður en ég hætti þá vil ég benda ykkur á frétt á baggalút sem mér finnst ómissandi framhald af klámumræðunni og Smáralindarfermingarbæklingsumræðunni, en hér er fréttin.

Og þá nenni ég ekki að pára meira í bili.
Bið Guð almáttugan að vaka yfir sálum ykkar, vermda ykkur og styrkja í öllu því sem þið takið ykkur fyrir hendur.............

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi