Út af því hvað margar gerðir eru í boði af bremsuklossum í Subaru Impreza af þessari árgerð þá varð ég að bruna heim þar sem ég átti einn gamlan klossa frá síðustu skiptum. Svo var brunað ég aftur inn á Akureyri og keypti klossa, um kvöldið skipti ég svo um klossana og kippti ljósinu í liðinn í orðsins fyllstu merkingu, en það var úr liði og því var reddað.
Á miðvikudagsmorgun var svo enn og aftur brunað í bæinn, annar í skoðun og auðvitað rann drossían í gegn án athugasemda ;). Minn bara nokkuð lukkulegur með skoðunina.
Ég kíkti svo aðeins á netaverkstæðið hjá Hemma og tók stöðuna í þeim geira áður en ég brunaði heim á nýskoðuðum frúarbílnum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi