..::Púff allt horfið!!!::..
Nennti ekki að blogga í gær en ákvað að reyna að gera betur í dag, það tókst líka þetta dillandi vel, var búin að plokka niður ca 1/5 blaðsíðu og koma því fyrir á þessu blessaða bloggi þegar bloggsíðan fraus og púff allt horfið, en það þíðir lítið að gefast upp.
Það er allt hvítt hérna ennþá og bið eftir hitabylgjunni sem er víst á leiðinni.
Guttarnir eru samt ekki ósáttir við þetta og nota tíma til að brettast í fjallinu :).
Ég skapp uppeftir og smellit af nokkrum myndum í dag.
Það er komin upp ný myndasíða og það ætti að vera nóg að klikka hérna til að komast þangað.
Læt þetta nægja í bili.
Gangið á Guðsvegum........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi