..::Hristist fram úr ;););)::..

Dagurinn byrjaði svona frekar óvenjulega, ég var rétt laus við Guðnýu og krakkana og kúrði yfir Ísland í bítið, þá allt í einu var eins og keyrt hefði verið á húsið, þvílíkur hnykkur sem kom og mér drullubrá :). Ég hef nú ekki oft fundið jarðskjálfta en þetta er einn af þeim sem ég tók eftir ;);).
Og veðrið í dag var eins og um hávetur, snjóhríð og vindsperringur í allan dag, það hefur víða dregið í skafla og ég þurfti að moka frá útihurðinni í kvöld :(, en þetta er sjarminn við norðurheimskautslöndin og það eru alltaf einhverjir ljósir punktar ef vel er að gáð, t.d er aldrei betra að vera inni en einmitt í svona veðri :).
Ég notaði daginn og tók aðeins tilá heimasíðunni, setti upp linka á nokkrar vefmyndavélar, þær eru sumar ansi góðar, en sú sem ber af í þessum hópi er myndavélin á hafnarvoginni á Höfn hún er best og uppfærist oftast, mér skilst að þeir eigi það líka til að snúa henni inn ef mannmargt er á morgnanna.
Ég fann líka eina vél norður á Svalbarða, það var fallegt að sjá sólböðuð fjöllin þar í dag, en það fer sjálfsagt að styttast i ljósinu þar. Þeir kölluðu dagsbirtuna “ljósið” þegar ég kom einu sinni til hafnar þarna í Desember, þá var myrkur allan sólarhringinn og hafnarvörðurinn sagði að það væru u.þ.b þrír mánuðir í ljósið :).
Annars hef ég alltaf kunnað ágætlega við mig í snjó og ís þó hann geti stundum orðið hvimleiður ef honum fylgir mikil ófærð ;).

Já og varðandi hjólamálin þá fresta ég líklega endurnýjun fram á vor, kannski hef ég misskilist í gær og einhver haldið að ég ætlaði að fara yfir í trial hjólin en svo er ekki.
Draumahjólið er fundið og þesskonar fák hef ég hug á að flengjast um á næsta sumar.


En nú er komið að því að hjálpa drengnum í dönskunni svo mér er ekki til setunnar boðið.

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur...

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi