..::Biðstaða::..
Jæja þá er best að standa við stóru orðin og hripa eitthvað niður :):).
Ég er semsagt komin heim fyrir nokkru eftir einn túr á Flæmska, en ákveðið var að koma heim með skipið til viðgerða og viðhalds, en eins og allir vita sem eitthvað fylgjast með sjávarútvegi þá flá menn ekki feitan Gölt í þessum Rækju bransa þessa dagana, afurðarverð í sögulegu lámarki og olíuverðið í sögulegu hámarki.
Ég er að vísu búin að heyra það einu sinni til tvisvar á ári síðastliðin ár að botninum sé náð í þessu Rækjuverði, en allt kemur fyrir ekki, ég er farin að hallast á að þetta sé botnlaust.

Ég var komin heim á Dalvík 28september og hef lítið gert síðan annað en að fletta á sjónvarpsfjarstýringunni og dúlla mér heima við :).

Fyrsta helgina sem ég var heima var helgi Rolluréttanna í Svarfaðardal, en þeim degi fylgja ýmsar hefðir, t.d er alltaf boðið upp á kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á nokkrum bæjum, við fórum á Jarðbrú eins og í fyrra, ég stóð mig örlítið betur á þessu ári og gat gengið óstuddur út í bíl eftir súpuna ;).
Um kvöldið var svo ball á Rimum, svona ekta sveitaball eins og þau voru í “den tid” hver með sitt söngvatn og allir í dillandi stuði.

Síðasta vika fór að mestu í leti en ég druslaði mér samt á göngu með Guðnýu og Jónínu flesta daga, þetta er ca klukkutíma labb sem styrkir sál og líkama.

Laugardaginn byrjaði ég svo á því að fara í Bjarmann og þáði þar heilun, alltaf jafn gott að koma þangað. Ég lét draga mig út í að heila, maður var náttúrulega drullustressaður yfir því en lét sig vaða og ég held að þetta hafi lukkast ágætlega ;), kannski að maður reyni þetta aftur ef eitthvert tilraunardýr þorir .).
Um kaffileitið var ég komin inn á Akureyri á Trial hjóla sýningu með Einar Má, Bjarka Fannar og Jóa vin Einars, en þetta er vaxandi sport á Íslandi og góð viðbót við mótorsportsflóruna, þetta eru svona brölthjól ein og þið hafið kannski séð í sjónvarpinu einhvertímann, aðalatriðið er að halda jafnvæginu og framkvæma það sem maður hefði talið óhugsandi. Ég prufaði að taka í eitt svona hjól og var þetta eitthvað allt öðruvísi en að keyra önnur mótorhjól enda átti maður svo sem von á því.
Þarna á þessari sýningu ákvað ég að láta verða af því að skipta um hjól sem fyrst, ég er lengi búin að velta því fyrir mér að uppfæra en einhverra hluta vegna hef ég dregið lappirnar og aðrir hlutir hafa haft forgang. Ég hef velkst í vafa um hvaða hjól myndi henta mínum þörfum best, en fyrir stuttu þá komst ég að endaniðurstöðu í því þeirri leit.
Já gamli fákurinn minn er falur ;), einhver myndi sjálfsagt segja að ég væri að selja undan mér ;);)? Sem er kannski rétt, en ég flokka þetta frekar undir endurnýjun reiðfák.
Eftir þessa fínu bæjarferð borðuðum við heimagerða Pitzu og brauðstangir ala Brynja & Guðný, eftir veisluna var farið og kosið, ég kaus náttúrulega rétt :).

Í dag sunnudag hef ég mest verið innandyra enda hefur veðrið verið fúlt, slydduhraglandi og kalt, ekkert útiveður. Ég dundaði mér í bílskúrnum í dag, en það veitti ekki af að taka aðeins til hendinni þar, eitthvað flakk var á verkfærunum mínum og svo þurfti að losa sig við rusl sópa o.s.f.v.
Jamm þetta er það sem af mér er að frétta.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur...

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi