..::Ofankoma::..

Enn kyngir niður snjónum og er þetta að verða eins og um hávetur hérna á Dalvíkinni.
Fyrir nokkrum árum reyndu Dalvíkingar að setja upp snjóframleiðsluvélar á skíðasvæðinu, það fyrsta sem snjóaði á kaf þann veturinn voru þessar snjóframleiðsluvélar :(, voru þessir vetur sem þessar græjur voru hérna einir mestu snjóavetur sem sögur fara af á Dalvík :):).
Næstu árin var svo lítið talað um snjóframleiðslu hehe enda þurfti nánast ekkert að framleiða, það sáu máttarvöldin um.
Í haust var svo aftur farið í framkvæmdir og uppsetningu á snjóframleiðslubúnaði á skíðasvæði Dalvíkinga og lesa má um framkvæmdirnar á heimasíðu skíðafélagsins, það tefur þó fyrir framkvæmdum veðurfarið en nú er mun meiri snjór en undanfarin haust.
Ég ætla að vona að þetta fari ekki á sama veg og síðast þegar menn ætluðu að framleiða hér snjó.

Og það gekk vel hjá Hjördísi í bílprófinu í dag og geri ég ráð fyrir að afnotatími heimilisbifreiðarinnar rýrni hjá okkur Guðnýu við þennan áfanga hjá krílinu okkar ;);).

Ég reyndi aðeins að laga þetta vefmyndavélasafn á síðunni í dag, það bættist eitthvað við en þær eru misgóðar, mér finns að þær standi upp úr vélarnar í Sandgerði, Stykkishólmi og Siglufirði, og svo er vélin á Höfn megafín. En Dalvíkurbær(byggð) mætti taka sig á og koma upp vefmyndavélum í byggðarlaginu, það mætti byrja á að setja upp vél á ráðhúsinu, vél sem myndi horfa yfir höfnina og miðBORGINA á Dalvík ;).
Ég veit svo sem ekki hvernig aðrir hafa það, en mér finnst gaman að kíkja á þessar vélar til að sjá hvernig veðrið er hér og þar í veröldinni.

Jæja ætli maður láti þetta ekki nægja í bili.
Bið himnaföðurinn að vaka yfir ykkur .....;).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi