..::Jólatúrinn hafinn::..
Þá er maður komin á hafið aftur og svo sem ekki mikið um það að segja.
Ég átt gott frí heima og það var frekar erfitt að slíta frá því og rífa sig af stað aftur, sérstaklega á þessum tíma. Heima var allt komið á fullt í jólaundirbúning búið að skreyta hús pakka inn gjöfum og skrifa jólakortin, maður er rétt að komast í jólagírinn þá er kippt úr sambandi.
En svona er þetta bara og það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vinna um jólin ;).
Annars var fínt að koma um borð, skipið nýlega komið úr slipp nýmálað og fínt, komið í jólalitina rautt með hvítum röndum, en sumir vilja meina að það sé Coca Cola look á skipinu.
Það var margt nýtt sem þurfti að læra á, einhvern tíma tekur sjálfsagt að koma sé inn í það allt en ég hef trú á því að það hafist á endanum.
Annars er ekki mikið að segja ég kom um borð í skipið á miðunum og vorum við nokkra daga á veiðum áður en við fórum inn á ytri höfnina í Nouakchott í löndun, nú liggjum við á legunni og hífum fiskinn yfir í fraktskip, niðri í Afríku bíða svo svangir munnar eftir fiskinum frá okkur, kannski á hann eftir að lenda á jólaborðinu hjá einhverjum hver veit.

Já þetta er það helsta af mér.
Munið svo eftir að vera þæg og góð svo Jóli setji ekki kartöflu í skóinn ykkar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Sæll Hörður, ég datt inn á síðuna þína í gegn um google frænda, var að leita að myndum frá Dakhla og síðan þín kom upp. Ég var nú alltaf skíthrædd við þig í barnaskóla þótt ég sé nú árinu eldri, vona að þú hafir róast aðeins hehe... :) En mikið er annars gaman að lesa um sjómannslífið á fjarlægum slóðum og það gleður mitt stóra kattarhjarta að sjá hversu vel þið hugsið um köttinn :) Honum veitti þó ekki af smá megrun held ég, sennilega ekki mikil hreyfing á honum þarna um borð nema þá á milli matardalla. Ég ákvað nú af sannri kurteisi að kvitta fyrir komu mína, þú ert afbragðs penni. :)

Bestur kveðjur úr Skurðinum,
Vala Árnadóttir

Vinsælar færslur af þessu bloggi