..::Hitt og þetta::..
Þessi myndarlega herþyrla sveimaði yfir okkur eins og býfluga yfir túnfífli í fyrradag, það fer að verða meira af eftirlitsskipum og eftirlitsbúnaði á þessari guðsvoluðu þúfu en veiðiskipum. Nú eru þrjú eftirlitsskip á vakki hérna ásamt því að flugvélin orgast yfir okkur annan hvern dag. Við þurfum að senda staðsetningu á tveggja tíma fresti ásamt ógrynni af pappírum og skýrslum sem fylla þarf út í hverjum túr, plús að það er eftirlitsmaður í hverju skipi sem fyllir út enn meira af pappírum og sendir enn meira af skeytum í allar áttir. Hver borgar eiginlega alla þessa vitleysu?. En hvað sem því líður þá er þetta í fyrsta skipti sem við fáum þyrluheimsókn, þótt ekki hafi þeir sótt um heimsóknarleifi í þetta sinn, dollan var mynduð í bak og fyrir og hékk einn hálfur út úr þyrlunni til að ná nú örrugglega almennilegum myndum ;). Við gátum ekki verið minni en þeir og skutum á þá með gamla stafræna Kodak hlunknum.
Arrg, ansans vesen á vírastýrinu hjá okkur í gærkvöldi, eitt keflið var orðið svo slitið að það bognaði og festist, svo nagaði vírinn sig inn í mitt kefli áður en við tókum eftir því. Eftir að við vorum búnir að hysja brækurnar upp um okkur og allt komið inn á dekk fór nonni í að rífa þetta niður til að hægt yrði að steikja einhverja bót á þetta með rafsuðunni.
Mikið óskaplega geta þessir skipstjórnarmenn átt bágt, maður átti bara í vandræðum með af halda aftur af tárunum í gær þegar mesti barlómurinn gekk yfir, það var allt að, skipin stýrðu ekki, toguðu ekki nógu vel, veðrið var ómögulegt og veiðin var hörmuleg, þessu fylgdi svo ómældur skammtur af bölvi ragni og formælingum. Ég hugsaði með mér hvort maður láti svona sjálfur en taki ekki eftir því??? Það skildi þó aldrei vera að það sé eitthvað til í því :).
Í morgun klukkan 06 var búið að steikja vírastýriskeflið og koma því við, það var eins og nýtt eftir viðgerðina og snérist sem aldrei fyrr. Trollinu var gusað út og byrjað að totta fyrir rækjupöddurnar, tveir tímar og allt kengfast ;(, spiluðum trollið upp og komumst að raun um að allt var í lagi svo að þessu var dýft í djúpið aftur.
Það er vestnorðvestan golukaldi á okkur í dag en samt ekki eins slæmt og hæstu svartsýnisraddirnar vildu meina að yrði á okkur í dag. Þetta var einhvertímann kallað vinnukonusvali hérna á bleyðunni, en það var á þeim tíma sem menn fengu einhvern afla og þá brostu þeir alsvörtustu og gerðu að gys að sjálfum sér og öðrum, en nú eru breyttir tímar og birtan úr sálum sumra hefur vikið fyrir myrkrinu og barlómnum. Ég get nú samt ekki séð að þetta skáni neitt þótt menni agnúist út í allt og alla, sama hvað hver segir þá er þetta bara svona og það verður bara að feisa það með jákvæðu hugarfari og hana nú!........
Það er alltaf nóg að gera hjá blessuðum vélstjóranum mínum, sjálfsagt er alltaf nóg að gera hjá góðum vélstjórum, en það fellur aldrei verk úr hendi hjá Jóni. Hann er vakin og sofin yfir þessu dóti og ég veit satt best að segja ekki hvar við værum staddir ef við hefðum hann ekki. Í dag var eitthvað vesen á sjólögninni fyrir klósettin og varð úr hið mesta syndaflóð, það er verðugt vélstjóraverkefni að takast á við. Það er svo sem litlu við þetta að bæta, einn dagurinn enn floginn burt á vit gleymskunnar.
Bið Guð að færa ykkur birtu gleði og hamingju í sálina.................
Þessi myndarlega herþyrla sveimaði yfir okkur eins og býfluga yfir túnfífli í fyrradag, það fer að verða meira af eftirlitsskipum og eftirlitsbúnaði á þessari guðsvoluðu þúfu en veiðiskipum. Nú eru þrjú eftirlitsskip á vakki hérna ásamt því að flugvélin orgast yfir okkur annan hvern dag. Við þurfum að senda staðsetningu á tveggja tíma fresti ásamt ógrynni af pappírum og skýrslum sem fylla þarf út í hverjum túr, plús að það er eftirlitsmaður í hverju skipi sem fyllir út enn meira af pappírum og sendir enn meira af skeytum í allar áttir. Hver borgar eiginlega alla þessa vitleysu?. En hvað sem því líður þá er þetta í fyrsta skipti sem við fáum þyrluheimsókn, þótt ekki hafi þeir sótt um heimsóknarleifi í þetta sinn, dollan var mynduð í bak og fyrir og hékk einn hálfur út úr þyrlunni til að ná nú örrugglega almennilegum myndum ;). Við gátum ekki verið minni en þeir og skutum á þá með gamla stafræna Kodak hlunknum.
Arrg, ansans vesen á vírastýrinu hjá okkur í gærkvöldi, eitt keflið var orðið svo slitið að það bognaði og festist, svo nagaði vírinn sig inn í mitt kefli áður en við tókum eftir því. Eftir að við vorum búnir að hysja brækurnar upp um okkur og allt komið inn á dekk fór nonni í að rífa þetta niður til að hægt yrði að steikja einhverja bót á þetta með rafsuðunni.
Mikið óskaplega geta þessir skipstjórnarmenn átt bágt, maður átti bara í vandræðum með af halda aftur af tárunum í gær þegar mesti barlómurinn gekk yfir, það var allt að, skipin stýrðu ekki, toguðu ekki nógu vel, veðrið var ómögulegt og veiðin var hörmuleg, þessu fylgdi svo ómældur skammtur af bölvi ragni og formælingum. Ég hugsaði með mér hvort maður láti svona sjálfur en taki ekki eftir því??? Það skildi þó aldrei vera að það sé eitthvað til í því :).
Í morgun klukkan 06 var búið að steikja vírastýriskeflið og koma því við, það var eins og nýtt eftir viðgerðina og snérist sem aldrei fyrr. Trollinu var gusað út og byrjað að totta fyrir rækjupöddurnar, tveir tímar og allt kengfast ;(, spiluðum trollið upp og komumst að raun um að allt var í lagi svo að þessu var dýft í djúpið aftur.
Það er vestnorðvestan golukaldi á okkur í dag en samt ekki eins slæmt og hæstu svartsýnisraddirnar vildu meina að yrði á okkur í dag. Þetta var einhvertímann kallað vinnukonusvali hérna á bleyðunni, en það var á þeim tíma sem menn fengu einhvern afla og þá brostu þeir alsvörtustu og gerðu að gys að sjálfum sér og öðrum, en nú eru breyttir tímar og birtan úr sálum sumra hefur vikið fyrir myrkrinu og barlómnum. Ég get nú samt ekki séð að þetta skáni neitt þótt menni agnúist út í allt og alla, sama hvað hver segir þá er þetta bara svona og það verður bara að feisa það með jákvæðu hugarfari og hana nú!........
Það er alltaf nóg að gera hjá blessuðum vélstjóranum mínum, sjálfsagt er alltaf nóg að gera hjá góðum vélstjórum, en það fellur aldrei verk úr hendi hjá Jóni. Hann er vakin og sofin yfir þessu dóti og ég veit satt best að segja ekki hvar við værum staddir ef við hefðum hann ekki. Í dag var eitthvað vesen á sjólögninni fyrir klósettin og varð úr hið mesta syndaflóð, það er verðugt vélstjóraverkefni að takast á við. Það er svo sem litlu við þetta að bæta, einn dagurinn enn floginn burt á vit gleymskunnar.
Bið Guð að færa ykkur birtu gleði og hamingju í sálina.................
Ummæli