..::Sandur Ryk og drulla::..
Af okkur er það að frétta að í fyrradag náðum við að kroppa upp það sem vantaði í skipið.
Í gærmorgun var því haldið inn á Nouakchott leguna og múrarð utan á fraktskip sem heitir Cooler Bay, hann tók af okkur fiskimjélið.
Það hefur ekki gengið andskotalaust að losna við þetta mjél, við áttum að landa því síðast þegar við lönduðum frosnu en þessi volæðismjéldallur var á svo mikilli hraðferð að hann gat ekki beðið eftir okkur, hann hefði þurft að bíða 6-8klst en það var ekki möguleiki að skvísa hann í það.
En þótt hann hafi staðið í hlandpollinum af stressi síðast þegar við vorum hérna að landa þá var ekki meira fararsnið á honum en það að hann var hérna enn þegar við komum inn í gær.
En að vísu var hann alveg að fara og hafði varla tíma til að taka þetta mjél af okkur hehe, já það er ekki öll vitleisan eins.
Við kláruðum mjélið um 18 í gær og þá var haldið á næsta skip sem tekur af okkur frosinn fisk. Eftir það eigum við eftir að taka olíu og umbúðir svo þetta dregst líklega eitthvað fram á morgundaginn. Ég var að vona að við fengjum að landa öllu því þá hefðum við ekki þurft að fara út aftur að veiða en það er ekki við öllu séð, allt í verkföllum í Nígeríu og erfitt að fá fraktskip í augnablikinu. Það verður að taka þessu ástandi eins og það er og reyna að brosa í gegn um tárin ;), þetta hefði getað verið verra :).
Rússaskiptin hjá okkur eru 1apr og svo skiptum við Mörlandarnir 2apr svo þetta er alveg að hafast hehe.
Daginn áður en við komum inn og í gær gekk yfir einhver sá versti sandaustur sem ég hef lent í hérna niðurfrá, menn sáu varla á milli augna sér “eins og maðurinn orðaði það svo skemmitlega um árið” ;) fyrir ryki og skipið er allt á kafi í sandi og skít.
Ég man ekki eftir því að hafa séð þetta svona áður, þetta passaði fínt því Bátsmaðurinn var nýbúin að þrífa allt ofandekks áður en þessi skíta ryk og sandplága lagðist yfir , verslings karlinn hefði alveg getað sleppt þeirri vinnu.
Og eitt meðan ég man, fermingarbróðir minn og vinur hefur opnað bloggsíðu sem er vert að líta inn á. Hann göslast um Atlandshafið eins og ég, en er mun duglegri að blogga.
Hér er hlekkur á hann.
Vona svo að þið hafið það öll sem allra best.
Bið heilladísirnar að strá yfir ykkur örlitlu af hamingju og gleði..........
Af okkur er það að frétta að í fyrradag náðum við að kroppa upp það sem vantaði í skipið.
Í gærmorgun var því haldið inn á Nouakchott leguna og múrarð utan á fraktskip sem heitir Cooler Bay, hann tók af okkur fiskimjélið.
Það hefur ekki gengið andskotalaust að losna við þetta mjél, við áttum að landa því síðast þegar við lönduðum frosnu en þessi volæðismjéldallur var á svo mikilli hraðferð að hann gat ekki beðið eftir okkur, hann hefði þurft að bíða 6-8klst en það var ekki möguleiki að skvísa hann í það.
En þótt hann hafi staðið í hlandpollinum af stressi síðast þegar við vorum hérna að landa þá var ekki meira fararsnið á honum en það að hann var hérna enn þegar við komum inn í gær.
En að vísu var hann alveg að fara og hafði varla tíma til að taka þetta mjél af okkur hehe, já það er ekki öll vitleisan eins.
Við kláruðum mjélið um 18 í gær og þá var haldið á næsta skip sem tekur af okkur frosinn fisk. Eftir það eigum við eftir að taka olíu og umbúðir svo þetta dregst líklega eitthvað fram á morgundaginn. Ég var að vona að við fengjum að landa öllu því þá hefðum við ekki þurft að fara út aftur að veiða en það er ekki við öllu séð, allt í verkföllum í Nígeríu og erfitt að fá fraktskip í augnablikinu. Það verður að taka þessu ástandi eins og það er og reyna að brosa í gegn um tárin ;), þetta hefði getað verið verra :).
Rússaskiptin hjá okkur eru 1apr og svo skiptum við Mörlandarnir 2apr svo þetta er alveg að hafast hehe.
Daginn áður en við komum inn og í gær gekk yfir einhver sá versti sandaustur sem ég hef lent í hérna niðurfrá, menn sáu varla á milli augna sér “eins og maðurinn orðaði það svo skemmitlega um árið” ;) fyrir ryki og skipið er allt á kafi í sandi og skít.
Ég man ekki eftir því að hafa séð þetta svona áður, þetta passaði fínt því Bátsmaðurinn var nýbúin að þrífa allt ofandekks áður en þessi skíta ryk og sandplága lagðist yfir , verslings karlinn hefði alveg getað sleppt þeirri vinnu.
Og eitt meðan ég man, fermingarbróðir minn og vinur hefur opnað bloggsíðu sem er vert að líta inn á. Hann göslast um Atlandshafið eins og ég, en er mun duglegri að blogga.
Hér er hlekkur á hann.
Vona svo að þið hafið það öll sem allra best.
Bið heilladísirnar að strá yfir ykkur örlitlu af hamingju og gleði..........
Ummæli